Ótti
4.9.2007 | 10:29
Það er auðvitað deginum ljósara að menn eru ekki handteknir og hnepptir í gæsluvarðhald að ósekju í tengslum við hryðjuverkamál. Að baki er löng og ítarleg rannsókn sem leitt hefur til þeirrar stöðu sem nú er komin upp.
Þegar svona atburðir verða í næsta nágrenni, eins og í okkar gömlu höfuðborg, spyr maður sig er hætta á að staða sem þessi komi upp á Íslandi? Auðvitað vonar maður ekki og því má ekki gleyma að Danmörk er virkari þátttakandi í hernaði eða friðargæslu víða um heim, en við Íslendingar. Heldur má ekki gleyma skopmyndunum sem fór svo mjög fyrir brjóstið á sómakærum áhangendum íslams.
Óneitanlega fer um mann óhugur samt að fá svona tíðindi.
Átta handteknir í lögregluaðgerðunum í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það kæmi mér ekki á óvart að verið væri að undirbúa hryðjuverk hér á landi, af einhverjum ,, sómakærum áhangendum íslams "
Stefán
Stefán (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 10:41
Eða einhverjum öðrum. Hvað veit maður?
Markús frá Djúpalæk, 4.9.2007 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.