Mikið rétt

Auðvitað eiga allir að sitja við sama borð - eða standa í sömu biðröð - þegar kemur að innritun í flugvélar og eftirlit á flugvöllum. Ef einhverjar sérreglur, jafnvel vægari ættu að eiga við um þá sem ferðast á Saga class myndu nú þeir sem ætla sér illt um borði í flugvélum vera fljótir að fatta það og notfæra. Það er enginn sem segir að flugræningjar ferðist bara á almennu farrými.

Það er mun vænlegra til árangurs að hægt sé að beita sömu aðferðum við skoðun á öllum flugfarþegum, það gefur augaleið.


mbl.is Sérstakt öryggishlið fyrir Saga-classfarþega ónauðsynlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Ótrúlegir sauðir getur fólk verið.  Málið snýst ekki um minni leit fyrir Saga Class farþega, eða einhverja aðra, heldur styttri biðröð - minni biðtíma af því að það fara færri þar um.  Alveg eins og þú getur keypt hraðþjónustu í viðgerð á tölvunni þinni.  Það er ekki gert verr við hana!!!!

Björn Bjarnason er undarlegur maður og það álit mitt tengist þessu máli ekkert.

Hvumpinn, 2.9.2007 kl. 15:41

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Þetta hefur ekkert með sauðshátt að gera, heldur öryggi.

Markús frá Djúpalæk, 2.9.2007 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband