Ógeðslegt!
28.8.2007 | 17:55
Ég hef lent í því að það var brotist inn í bílinn minn. Það er skuggaleg tilfinning! Vita að einhver annar hefur vaðið yfir allt mitt á skítugum skónum til þess eins að ná sér í 5000 króna virði. Ég get ekki ímyndað mér hvernig fólki sem hefur haft einhvern óþjóðalýð HEIMA hjá sér, ruslandi og draslandi í öllu, gramsandi í verðmætum, skoðandi fjölskyldualbúmin og ég veit ekki hvað og hvað. Nú er bara spurning hvernig þetta pakk komst inn í húsið og hvernig það gat vitað að fjölskyldan væri ekki væntanleg innan skamms. Það hefði nú verið huggulegt að koma heim til sín og vaða inn á svona lýð. Ógeðslegt drasl.
Undarlegt samt að nágrannar skyldu ekki taka eftir neinu.
Voru uppi í rúmum og sófum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auj já, þetta hlýtur að teljast sem andleg nauðgun svona þegar að ókunnugir eru búnir að lifa á heimili þínu án leyfis
HOG (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 18:31
Bara skelfileg tilhugsun. Ekki vildi ég lenda í þessu!
Markús frá Djúpalæk, 28.8.2007 kl. 18:32
þeir segja sem þekkja það af eigin raun að brotist sé inn hjá þeim, að tilfinningunni sé ekki hægt að lýsa. Harðgerðasta fólk finnur til vanmáttar og finnst það hafa verið fótum troðið. Samt eru þetta bara hlutir. Ég heyrði um nágranna sem var fenginn lykill til að hafa (just in case) á meðan fjölskyldan fór í ferðalag. Nágrannanum var sagt (óvart) rangt til um brottfarardagsetningu fjölskyldunnar og mætti inn á gólf hjá þeim kvöldið áður en fjölskyldan fór í burtu. Hvað hann ætlaði sér veit ég ekki.
Jóna Á. Gísladóttir, 29.8.2007 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.