Tökum aftur upp gömlu númerin!

Það er svo stutt síðan þetta nýja kerfi var tekið upp, sem er að verða gamalt, eða hvernig á að orða þetta? Allavega er númerakerfið á Íslandi tiltölulega nýtt og er það sprungið? Við erum auðvitað bara klikkuð. Hvernig getur þjóð sem telur bara rúmlega 300 þúsund hræður verið búin að sprengja svona tiltölulega stórt kerfi? Detta ekki líka alltaf út bílar þannig að það er hægt að endurskrá gamalt númer á nýjan bíl?

Mín tillaga er að taka upp gamla kerfið með bókstaf frá A og upp í Ö með möguleika á allt að 5 tölustöfum með. Það má nota mjög lengi geri ég ráð fyrir.


mbl.is Bílnúmer framtíðarinnar komin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta kerfi á að duga fyrir einhverjum milljónum.

 Því ekki líklegt að við lifum til þess að sjá það springa.

Geiri (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 14:40

2 identicon

Hvar eru blaðamenn, þetta er hundgömul frétt.

Gunnar (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 14:49

3 identicon

Númer í fastnúmerakerfinu eru aldrei endurnýtt þannig að þrátt fyrir að búið sé að afskrá bifreið, þá er númerið ekki endurnýtt. Þótt ekki hafi verið byrjað að nota númeraplötur með föstu númerunum fyrr en 1988, þá var byrjað mun fyrr að úthluta slíkum númerum við skráningu nýrra ökutækja (held það hafi verið í kringum 1970). Neyslufyllerí þjóðarinnar síðustu árin hefur flýtt því aðeins að númeramengi kerfisins yrði fullnýtt, en þó hefði komið að því innan fárra ára.

Ásgeir Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 15:42

4 identicon

Það er mikill misskilningur að þetta kerfi sé orðið úrelt. Það er einfaldlega verið að bæta við einum bókstaf sem var vitað að þyrfti að gera einhverntíma í náinni framtíð - þegar kerfið var innleitt. Þetta hefur engan kostnaðarauka í för með sér eða vankvæði. Það er gert ráð fyrir því að þetta fyrirkomulag dugi næstu 50 árin og þá verður hægt að gera einfaldar og ódýrar breytingar til að stækka pottinn enn meir. Það er vegna strangra öryggiskrafna sem ekki er talið ráðlegt að endurnota gömul útgefin númer sem eru á gömlum afskráðum bílum.

Einar Magnús (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 15:56

5 identicon

Sammála þér Anna.

Man enn eftir þeim hryllingi að standa úti niður í Borgartúni í blindhríð og reyna að ná númerunum af.

Jón Bragi (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 16:09

6 identicon

Mér bíð eftir því að hver og einn fari að eignast sitt bílnúmer við fæðingu :) Svona eins og að fá kennitölu.

heh

Þóra (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 17:08

7 Smámynd: ViceRoy

Hefði mátt halda í sama kerfi nema bæta einum bókstaf við  því það var einungis einn tölustafur tekinn og bætt við bókstaf í staðinn, sem jú eykur möguleikana en ef það væru 3 bókstafir og 3 tölustafir væru möguleikarnir margfalt fleiri.

ViceRoy, 27.8.2007 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband