Finnst ykkur ekki...
26.8.2007 | 20:06
..alveg kominn tími á að búa langferðabíla bílbeltum. Aldrei dytti okkur til hugar að aka um án beltis, en um leið og fólk er komið í rútu er það allt í einu bara í lagi. Svona slys sýna og sanna að það er löngu kominn tími á úrbætur í þeim efnum. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á svona aðstöðu lengur!
Sjúkraflutningum vegna rútuslyss að ljúka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jú að sjálfsögðu, það eru flesrir langferðabólar komnir með belti, voru ekki belti í þessum bíl?
Högni Jóhann Sigurjónsson, 26.8.2007 kl. 20:19
Ég vinn t.d. hjá rútufyrirtæki og ég get alveg fullyrt það að sum (en því miður alls ekki öll) fyrirtækin hafa allar rúturnar sínar með öryggisbeltum.
Það eru ennþá til gamlar rútur á landinu sem eru ekki með beltum, en fólk á fullan rétt á að fá rútu með bílbeltum. Þykir mér það einnig vera sjálfsögð krafa sem bílstjóri að geta haft farþegana mína í beltum komi eitthvað óvænt upp á. Enn sem komið er, eru farþegar rútubíla ekki skyldugir til að vera í bílbeltum. Reglurnar voru endurskoðaðar nýlega, man ekki hvað kom út úr þeirri úttekt en eins og staðan er í dag þá eru beltamál hjá flestum fyrirtækjum í góðu lagi.
Mér sýnist á myndunum að þessi rúta sé frekar nýleg, eða nýendurbyggð og þykir mér furðulegt ef ekki voru bílbelti í henni (sé þetta rétt hjá mér).
B Ewing, 26.8.2007 kl. 20:22
farsælast hefði verið að hafa betri bílstjóra þá þarf ekki nein belti, öll öryggistæki í bifreiðum eru gagnlaus ef bílstjórinn er ekki starfi sínu vaxinn.
Magnús Jónsson, 26.8.2007 kl. 21:17
Sagði ekki í fréttinni að bílstjórinn hafi ekki náð beygju, eða eitthvað í þá veruna. Það segir meira en mörg önnur orð nú og myndir um hæfni bílstjórans.................
Snorri Magnússon, 26.8.2007 kl. 21:32
Mér finnst það nú heldur hart að fara dæma hæfni ökumannsins út frá einni mynd.
Það getur margt komið upp á, og miklar líkur á því að bremsubúnaður í rútunni hafi klikkað. Þar sem engin bremsu, né beygjuför voru eftir rútuna, og einn sjúklingurinn sagði að bílstjórinn hefði sagt rétt fyrir áreksturinn við farþegana að rútan væri bremsulaus og hann gæti ekkert gert.
En svo getur einnig verið að þetta hafi verið mannleg mistök, en hvort heldur sem er, þá finnst mér það ekki rétt af ykkur að dæma manninn strax, út frá einhverju sem þið vitið ekki um.
Hulda (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 21:45
ÉG á nú ekki til aukatekið orð er virkilega verið að nýða niður bílstjóra rútunnar án þess að fólk hafi í raun hugmynd um tildrög slyssins mér finnst að fólk ætti að skammast sín og virkilega hugsa áður en það tjáir sig svona opinberlega ! og hana nú.
Nú segja einhverjir " ég veit ég veit alveg hvað skeði það kom í fréttunum........" hvað vitum við er það endilega það rétta sem kom í fréttunum ??? nei ég bara spyr.
Austfirðingur (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 23:40
Þessi brekka er nú alveg það leiðinlegasta sem til er í íslenska vegakerfinu
Óskar Geir (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 23:44
Líklegasta skýringin í þeim slysum sem orðið hafa á þessum stað (t.d. tveir Hringrásarbílar) er sú að bílarnir voru bremsulausir.
En orsökin fyrir bremsuleysinu er líka augljós og það eru mannleg mistök.
Mistökin sem bílstjórarnir gera eru þau að bílunum er ekið niður brekkuna á of háum gír og eingöngu treyst á bremsurnar. Bremsuskálarnar hitna og við það verða bílarnir bremsulausir, en bremsurnar koma aftur á þegar bremsuskálarnar kólna.
Málið er að fara á lágum gír niður svona brekkur og þá gengur dæmið upp og þetta eiga allir reyndir bílstjórar að vita.
Stefán Stefánsson, 26.8.2007 kl. 23:58
Það er auðvelt að hengja bakarann. Meðan ég ekki veit hvort bíllinn varð bremsulaus vegna vanhæfni bílstjórans hef ég tilhneigingu til að álíta að hann hafi bjargað því sem bjargað varð með því að beina bílnum út af á skársta (les: minnst vonda) staðnum sem hægt var að finna. Minnumst þess að bílstjórinn setur sig í síst minni hættu en farþegana.
Mér finnst að almenningur eigi heimtingu á að fá að vita nákvæmlega hvað þarna gerðist. Og eins hvort veghaldari (vegagerðin) á þarna marktæka meðsök, t.d. með slælegum merkingum eða hreinlega vondri vegarlagningu.
Sigurður Hreiðar, 27.8.2007 kl. 08:31
Samkvæmt fréttum var þessi bifreið búin beltum. En einhvers staðar hafa orðið mannleg mistök sem ollu þessu slysi, mildi að ekki fór verr.
Markús frá Djúpalæk, 27.8.2007 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.