Til hamingju Valur

Ég fór í dag að taka þátt í hátíðahöldum Vals við Hlíðarenda þar sem verið var að vígja hin nýju og glæsilegu íþróttamannvirki. Þetta er mjög glæsileg aðstaða og verður án efa lyftistöng fyrir starfsemi félagsins.

Á næstu árum bætist við hina glæsilegu íþróttahöll, stúku og grasvöll sem þegar er risið, knatthús og nokkrir æfingavellir til viðbótar. Þetta er án efa einhver besta aðstaða sem eitt íþróttafélag hefur og gaman er að segja frá því að Valur hefur greitt fyrir þessar framkvæmdir af stórum hluta úr eigin vasa, þó Reykjavíkurborg komi einnig myndarlega að.

Til hamingju með daginn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband