Áhyggjur
25.8.2007 | 12:34
..af heilsufari 81 árs gamals þjóðar"leiðtoga" sem í rúma fjóra áratugi hefur séð til þess að þjóð hans þróist ekkert til nútímasamfélags eru að mínu mati óþarfar. Best hefði verið fyrir kúbverja að losna við kallinn fyrir löngu! Lýsingar manns sem heimsótti hina raunverulegu Kúbu voru vægast sagt óhugnanlegar. Öll þjónusta í lágmarki, tómar verslanir (þökk sé verslunarbanni Bandaríkjamanna), flest sjálfsögð mannréttindi bönnuð (til dæmis þarf leyfi ríkisins til að eiga tölvu og nota hana), launin þannig að fólk hefur meira upp úr því að selja vindla á götuhornum en starfa sem læknar, lögfræðingar eða kennarar. Það sem gerist í svona samfélagi að öll framþróun og vilji til hennar hverfur, áhuginn er enginn því "leiðtoginn" heldur öllu niðri. Með járnaga. Þrátt fyrir að okkur vesturlandabúum finnist Castro krúttlegur kall, með sítt skegg og vindil held ég að tilfinningar hins almenna kúbverja til hans séu eitthvað annars konar. Jafnvel þó hann hafi verið duglegur að gefa skít í Ameríku.
Við skulum bara vona að eftirmaður hans, hvort sem það verður Raul bróðir eða einhver annar, sjái til þess að almenn mannréttindi verði tekin upp á Kúbu. Við skulum líka vona að stóri bróðir í Ameríku sjái líka að sér og aflétti verslunar og hafnbönnum af. Þá fer kúberjum kannski að líða eins og fólki og kannski verður hægt að fara og sjá hina raunverulegu Kúbu án þess að fá verk í sálina á eftir.
Orðrómur um að Kastró sé allur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:04 | Facebook
Athugasemdir
Lengi lifi byltingin!!! Viva la revolution!!! Ha, ha, ha........
Snorri Magnússon, 25.8.2007 kl. 18:10
Allan tímann og langt fram á næstu öld!
Markús frá Djúpalæk, 25.8.2007 kl. 18:46
Kúba er flott. Kastró er snillingur .
Viva Kastró....
Viva la revolution...
Málfríður (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 20:50
Iss
Markús frá Djúpalæk, 27.8.2007 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.