Mikið hrikalega voru þetta góðir þættir

Me and my girl voru þættir framleiddir á árunum 1984 til 1989 og eru að mínu mati dæmi um snilld breta við gerð gamanefnis. Þættirnir fjölluðu um ekkilinn Simon Harrap sem rak auglýsingastofu ásamt félaga sínum Derek Yates. Simon átti eina dóttur barna Sam að nafni og tengdamóðir hans kom mikið að rekstri fyrirtækisins andlega og fjárhagslega. Mikið safn aukapersóna kom við sögu í þáttunum en sú sterkasta var Muriel kona Dereks, sem merkilegt nokk, sást aldrei í einum einasta þætti. Í hverjum einasta þætti gerðist eitthvað ótrúlega fyndið og vandræðalegt og oftar en ekki var það Derek sem var uppspretta grínsins. RUV sýndi þessa þætti um árabil en hefur ekki sýnt þá alla. Ég held að það væri hægt að gera margt vitlausara en að endursýna Me and my girl.

Í þessu atriði koma þeir félagar drukknir heim af einhverju skralli ....

http://www.youtube.com/watch?v=DX96LhyUz-k


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband