Óður til Íslands

AlendingSamkvæmt upplýsingum annarra fréttamiðla mun maðurinn hafa verið mjög drukkinn, áreitt aðra farþega og áhöfn og látið öllum illum látum. Það er lítið gaman að hafa slíka ferðafélaga, eiginlega gersamlega óþolandi og ólíðandi. Því spyr ég sem flugfarþegi, á ekki að meina mjög drukknum farþegum inngöngu í flugvélar og á nokkuð að vera að bera áfengi í fólk um borð í þeim? Það verður bara til þess að svona atburðir geta gerst. Það er alkunna, svo varla þarf frá að segja, að drukkið fólk getur misst alla stjórn á hegðun sinni og framkvæmir hluti sem það ella myndi aldrei gera. Ég held að það sé mikilvægara en að velta fyrir sér hvort fjölskylda á leið í sólarlandaferð sé með naglaklippur og -þjöl með sér og hvort rakakremið og sólvörnin séu í líterspoka eða ekki. Sumt af því sem fólk þarf að ganga í gegnum á flugvöllum nú til dags er tómt bull og annað auðvitað alveg nauðsynlegt.

Ég held að flugyfirvöld ættu að fara að huga að því hvort í alvöru sé ekki hægt að setja stífar reglur um hvort flugfarþegar sem eru áberandi drukknir fái nokkuð að fara með, það held ég myndi fækka svona atvikum.

 


mbl.is Lenti á Keflavíkurflugvelli með óðan farþega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband