Myndband dagsins

Er frá níunda áratugnum eins og svo oft áður. Hér er á ferðinni gríðarlega spes náungi sem kallar sig Thomas Dolby. Hann er raunverulega Róbertsson en félagar hans kölluðu hann alltaf Dolby, því hann hafði svo mikinn áhuga á allskyns tækni og vísindum. Eftir að hann komst til frægðar fór Dolby hljóðkerfisfyrirtækið í mál við hann en deilan leystist eftir að Thomas lofaði að nota Dolby nafnið eingöngu í sama mund og Tómasarnafnið. Lag dagsins heitir Europa and the pirate twins, kom út 1981 og síðan á fyrstu stóru plötu kappans The golden age of wireless. Vinsælasta lag hans er á sömu plötu, heitir She blinded me with science, mér þykir líklegt að einhverjir kannist við það og ég lofa að henda því einhvern tíma hérna inn.

http://www.youtube.com/watch?v=hUbNzxifJTU


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband