Hlakka skelfing til
23.8.2007 | 21:39
Leikstjóri og annar handritshöfunda Astrópíu voru í viðtali hjá mér á dögunum og það sem ég heyrði hjá þeim lofar meira en góðu. Stóru atriðin tekin í cinemascopa, hasar og grín. Hvað meira er hægt að biðja um í einni bíómynd? Æ jú örugglega margt, en þið vitið hvað ég meina. Það á bara að vera gaman að fara í bíó, maður á að gleyma sér í einhverjar 90 mínútur og fara út úr myrkvuðum salnum með sálina í aðeins betra skapi en hún fór inn. Og poppmylsnu í tönnunum.
Astrópía vel lukkuð að mati gagnrýnanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.