Vonbrigđin
22.8.2007 | 08:03
Skólinn byrjar á morgun.
Litla stelpan, nýorđin sex ára hlakkađi ógurlega til síđasta leikskóladagsins. Hann verđur svo skemmtilegur. Hann verđur frábćrlega skemmtilegur. Kveđjudagurinn.
Síđasti leikskóladagurinn er nefnilega alltaf svo sérstakur. Hún vissi nefnilega ađ börnin sem hćtta í leikskóla fá alltaf góđan kveđjudag.
Hún var fyrir löngu búin ađ ákveđa ađ gefa leikskólakennurunum sínum gjöf, blóm og konfekt. Mamma átti sko ađ hjálpa til viđ ađ velja og síđan myndu ţćr laumast inn međ gjöfina í lok dags og koma öllum á leikskólanum á óvart.
Síđasta leikskóladaginn klćddi litla stelpan sig í ađeins fínni föt en vanalega ţví mađur setur ekki á sig kórónu viđ gallabuxur og bol, ţađ gengur ekki. Sćtt pils og blússa varđ fyrir valinu. Mađur verđur ađ vera fínn á svona sérstökum degi.
Skólinn byrjar nefnilega á morgun.
En síđasti dagurinn varđ eitthvađ skrýtinn, ađ minnsta kosti öđruvísi en hún hafđi gert ráđ fyrir. Hann var bara venjulegur. Ţađ var gert ţađ nákvćmlega ţađ sama og vanalega, öll börnin fóru út ađ leika, matur á sínum tíma, hvíld á sínum tíma og enginn nefndi ađ litla stelpan vćri ađ hćtta á leikskólanum. Litla stelpan varđ smám saman svolítiđ leiđ. Ţađ var engin kóróna heldur. Engin kóróna.
Leikskólakennararnir fóru ađ tínast heim einn af öđrum, vinnudegi ađ ljúka en ţeir skildu ekki af hverju litla stelpan sem alltaf var svo kát virtist eitthvađ döpur. Vonandi var ekkert ađ heima. Ţađ vćri kannski allt í lagi ađ spyrja hana á morgun ef hún yrđi ekki orđin kátari. Ţađ ţarf ađ komast ađ hvort allt sé ekki í lagi hjá litlu stelpunni.
En skólinn byrjar á morgun.
Ţegar mamma kom ađ sćkja litlu stelpuna eftir ađ hafa ekiđ um bćinn ţveran og endilangan í leit ađ réttu gjöfunum var bara einn kennari eftir á deildinni. Litla stelpan fór út međ mömmu sinni ađ sćkja gjöfina. Ţegar ţćr komu međ hana inn varđ kennarinn auđvitađ alveg hissa og tók viđ gjöfinni. En ţetta var samt allt einhvern veginn öđruvísi en litla stelpan hafđi hugsađ sér. Ţađ voru nćstum allir farnir.
Litla stelpan fór heim međ mömmu sinni međ pínulítinn sting í hjartanu sínu. Síđasti leikskóladagurinn kemur aldrei aftur.
Og skólinn byrjar á morgun.
Athugasemdir
ţetta stingur mann í hjartađ.
Jóna Á. Gísladóttir, 23.8.2007 kl. 18:40
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.