Kannski gott
21.8.2007 | 20:16
Eru 2000 fm ekki of mikið byggingarmagn á þessum reit? Væri ekki nær að leysa málið eins og gert var í Austurstræti, að byggja hús sem falla að götumyndinni. Mér finnst að lítill og lágreistur miðbær eigi að vera þannig áfram því það er ekkert gaman að ganga um í skugga af steindauðum glerkumböldum. Hvað sem allri hagræðingu líður.
Ég verð samt að viðurkenna hvað sem hver segir, að nýja húsið á Stjörnubíóreitnum er fyrir minn smekk vel heppnað borgarhús sem passar ágætlega þar sem það er.
Það virðist gleymast að þau hús sem eru reist núna þurfa að öllum líkindum að standa fyrir augunum á okkur um langa framtíð, þannig að vandvirkni á því sviði er alger nauðsyn.
Afgreiðslu umsóknar um niðurrif á Laugavegi frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.