Gestur síðdegisútvarpsins

ValgeirÍ dag fengum við Valgeir Guðjónsson tónlistarmann í heimsókn. Hann kom með hluta af plötusafninu sínu með sér og við fengum að heyra margar perlurnar. Við spjölluðum um Stuðmenn, tónlistarferilinn, áhrifavaldana og hvernig tónlist getur haft mikil áhrif á mann bæði til

Úr eigin smiðju Valgeirs heyrðum við lagið Gurme af Jolla og Kóla plötunni frá 1983 og lag af plötu Megasar Á bleikum náttkjólum frá 1977. Eitt besta popplag allra tíma fékk að fljóta með, Surf´s up af Smile plötu Brians Wilsons og mörg önnur góð lög sem eru í uppáhaldi Valgeirs.

Það var gaman að fá Valgeir í heimsókn, hann er nettur flippari og viðurkennir það sjálfur. Slíkir menn eru alltaf svo skemmtilegir og gefa lífinu lit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband