Þetta er áhugavert
21.8.2007 | 13:29
Arkítektúr og byggingarlist er mjög spennandi, sérstaklega hér á norðurhjara þar sem þessu hefur nú ekki verið veitt of mikið rými á stundum. Allavega er oft eins og menn gleymi öllu eðlilegu samhengi á Íslandi. Reykjavík er ekki lengur sama lágreista borgin og hún var fyrir tuttugu árum. Nú þykja það varla tíðindi þó byggðar séu glerhallir sem ná tugi metra í loft upp. Ég vona líka að þeir sem einhverju ráða beri til þess gæfu að drepa ekki allt líf í miðbænum með hroðalegri háhýsabyggð sem gerir ekkert nema skyggja á miðbæjarmenninguna. Sem betur fer hafa menn líka verið að gera góða hluti í þessum efnum, eins og dæmin sanna. Slysin eru því miður mörg og við skulum endilega reyna að læra af þeim.
Hafa allir vit á arkitektúr? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.