Hvað viljið þið heyra?

radioHvers konar fólk viljið þið fá í viðtöl í útvarpi? Það væri gaman að fá uppástungur að einhverju fólki sem þið teljið að sé það áhugavert að hægt væri að eyða með því heilum klukkutíma.

Látið allt vaða!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ahhhaa.....ég man þegar ég var útvarpskona og var stöðugt að taka viðtöl við alls konar fólk eftir listanum sem ég gerði yfir áhugavert fólk. Alltaf þegar ég rakst á grein, upplýsingar eða heyrði af einhverjum sem var að gera eitthvað sniðugt bætti ég viðkomandi á listann. Ég er reyndar búin að vera fjarri Íslandi núna í nokkur ár og því ekki fylgst nægilega vel með hverjir eru að gera hvað...þannig að ég er ekkert sérlega góð hjálp. Fer líka svolítið eftir hvar þitt svið liggur..alltaf betri viðtölin þar sem útvarpsmaurinn hefur smá innsýn inn í viðfangsefnið..þannig verða viðtölin dýpri og sterkari.

Ahhh deyr hún nokkurntímann þessi fjölmiðlafluga sem suðar innra með manni????? Nú fæ ég fullt af hugmyndum sem ég vildi gera fyrir útvarp....vantar ykkur ekki spennandi fréttir og innslög utan úr heimi um mjög merkilega hluti??? Jafnvel flott viðtöl???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.8.2007 kl. 09:37

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Afsakaðu...þegar ðið dettur út verða menn maurar..hehe. Útvarpsmaðurinn á auðvitað að standa í færslunni hér fyrir ofan..ekki útvarpsmaurinn!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.8.2007 kl. 09:38

3 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ja satt að segja líður manni eins og maur, hehe. Það væri nú kannski gaman að fá innslög frá þér af og til.

Markús frá Djúpalæk, 20.8.2007 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband