Búast má við hækkunum
18.8.2007 | 12:37
Vegna veikingar krónunnar má búast við hækkunum á innfluttum vörum, jafnvel um eða strax eftir helgi.
Auðvitað, hvað annað? Það er alveg sama hve mikið krónan styrkist, virðisaukaskattur lækkar, eða heimsmarkaðsverð fer niður, sjaldan fá íslenskir neytendur að hagnast á því. Onei. En um leið og smá hiksti verður í Amríku skulum við sko borga og það með rentum!
Og hvað gera íslenskir neytendur? Jú, við nöldrum á blogginu, á kaffistofunum og kannski endrum og sinnum í búðinni en látum annars bjóða okkur þetta, þegjandi og hljóðalaust. Við förum ekki brjáluð um í stórum hópum og grýtum eggjum í Stjórnarráðið, við hættum ekki að kaupa rándýru vörurnar, við hættum ekki að keyra bílana okkar, við hættum ekki að láta bjóða okkur þetta. Við höldum bara áfram að ímynda okkur að við séum hamingjusamasta þjóð í heimi í besta landi veraldar.
Svo erum við að tala með illsku um dönsku einokunarkaupmenninna. Held ég vilji bara fá þá aftur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.