Allt eftirlitið brást

Það hlýtur að vera að allt hið gríðarlega eftirlit sem flugfarþegar um víða veröld þurfa að ganga í gegnum hafi brugðist. Annars hefðu vopnaðir flugræningjar aldrei komist um borð í farþegaflugvél. Er eitthvað verið að slaka á klónni eða er minna eftirlit á flugvöllum eftir því sem sunnar dregur í veröldinni?

Ég held það hljóti að vera hræðilegasta lífsreynsla sem hægt er að hugsa sér að sitja allt í einu uppi með snarvitlausa flugræningja um borð í flugvél.


mbl.is Flugræningjar gefast upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

piff í Austuríki eru framleiddar Skambyssur sem að komast í gegnum Málm leitartæki og þessir gæjar sem eru að fremja þessi flugrán eru engir hálvitar.... margir af þeim hafa verið að berjast síðan þeir fæddust

G-man (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 11:31

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Sem þýðir að allt þetta vesen sem við venjulegir flugfarþegar þurfum að ganga í gegnum er til einskis.

Markús frá Djúpalæk, 18.8.2007 kl. 12:33

3 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Já sérstaklega hræðileg lífsreynsla fyrir flughrædda

Sem betur fer stjarnfræðilega litlar líkur á að lenda í svona....held ég.

Brynja Hjaltadóttir, 18.8.2007 kl. 17:58

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Samt.

Markús frá Djúpalæk, 18.8.2007 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband