Frítt á völlinn!
16.8.2007 | 13:16
Þessu stal ég af heimasíðu Vals, en í góðum tilgangi að sjálfsögðu:
Í kvöld mætu við Valsmenn Breiðablik úr Kópavogi. Það er nokkkuð ljóst að við verðum að vinna þennan leik ætlum við okkur að berjast við FH um titilinn. Blikar hafa verið að spila fanta fínan bolta undanfarið og því eru allar líkur á að leikurinn verði í hæsta gæðaflokki.
Við Valsmenn höfum hinsvegar ákveðið að blása til sóknar og gefa aðeins í á lokasprettinum. Ekki einungis inni á vellinum heldur einnig í stúkunni. Við ætlum að hittast á Ölstofunni klukkan 18:00 en leikurinn hefst klukkan 19:15.
50 fyrstu Valsararnir sem láta sjá sig á Ölstofunni fá miða á leikinn.
Við ætlum aðeins að hrista okkur saman, æfa nokkra söngva og gíra okkur upp fyrir leik kvöldsins.
Nú er um að gera að drífa alla sófa-valsara með sér á Ölstofuna og síðan í Laugardalinn.
Áfram Valur!
Athugasemdir
Hljómar vel
Verður ekki fullt af sætum strákum sem mæta á leikinn?
Úlla (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 13:28
Jú og verða líka inni á vellinum
Markús frá Djúpalæk, 16.8.2007 kl. 13:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.