Hvers vegna???

BjörgvinGHvers vegna fara menn sem fá opinbert embætti, eins og ráðherraembætti, borgarstjórastöðu eða annað slíkt alltaf að tala um sjálfa sig í fleirtölu? Í dag bárust þau tíðindi að ráðherrabifreið þess mikla jafnaðarmanns, Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra væri ekki alveg af vistvænasta tagi. Hver voru viðbrögðin? Jú, eyða fjármunum okkar í að kaupa nýjan vistvænni bíl undir jafnaðarmanninn. „Við höfum hafnað því að nota þennan bíl til frambúðar og höfum verið að reynsluaka öðrum bílum." sagði jafnaðarmaðurinn í viðtali við Vísi. Enda getum við ekki ekið um á einhverjum gömlum Benz, það er bara hneysa!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er hann ekki bara að tala um sig og bílstjórann sinn?

Úlla (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 21:41

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Heyrðu jú, það gæti verið. Eða konuna sína.

Markús frá Djúpalæk, 15.8.2007 kl. 21:59

3 identicon

Eða litla dverginn sem eltir hann hvert sem hann fer ...

Úlla (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 22:04

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Á hann líka líka lítinn dverg?

Markús frá Djúpalæk, 15.8.2007 kl. 22:14

5 identicon

Veit ekki hvort hann á hann ... held hann fylgi bara ráðherrastólnum sko ...

Úlla (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 09:55

6 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Er hann þá titlaður aðstoðarmaður ráðherra?

Markús frá Djúpalæk, 16.8.2007 kl. 10:36

7 identicon

Nei...aðstoðardvergur ráðherra

Úlla (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband