Bannaður og réttdræpur í Kína
15.8.2007 | 17:35
Laddi og fyndnasti maður Íslands, Þórhallur sonur hans voru gestir í Síðdegisútvarpinu í dag. Það má óhikað segja að öðrum ólöstuðum að þarna fara einhverjir skemmtilegustu menn landsins.
Þeir fóru á kostum og sá eldri bauð meira að segja nokkrum úr persónuflóru sinni í heimsókn. Við fórum um víðan völl, rifjuðum um æskuár beggja, bransann og hve mikilvægt það er að hefja ferilinn í Kassagerðinni, helst með kúst í hendi.
Þórhallur yngri sagði frá örhlutverki sínu í Astrópíu og sá eldri hvernig grínverjinn varð til þess að hann þykir réttdræpur í Kína.
Laddi talaði um skemmtunina sína sem átti bara að vera ein helgi til að halda upp á sextugsafmælið en hefur heldur betur tútnað út. Það mun vera uppselt á tvær aukasýningar í lok ágúst og rétt byrjað að selja á enn eina aukasýningu þann 25. ágúst. Mig langar að fara ekki spurning.
Það má ekki gleyma að það verður endurtekning í kvöld og um helgina, stillið á Útvarp Sögu 99,4 og hlustið!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.