Dásamlegt!

barcelona1Barcelona er einhver mest heillandi staður sem ég hef komið til! Það er sama hvort horft er til mannfólksins, bygginganna, verslana, skemmtistaða, safna eða hvers sem er. Hvarvetna eru töfrar. Jafnt á römblunni sem í gamla hverfinu, Park Guell, Olympiuþorpinu, töfrahúsum Gaudis eða bara úti á götum og  torgum. Andrúmsloftið er ótrúlegt og ég hvet alla sem hafa möguleika á að heimsækja Barcelona að gera það að minnsta kosti einu sinni!
mbl.is Iceland Express bætir við áætlunarflugi til Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ósk Sigurðardóttir

Algjörlega sammála þér. Bjó rétt hjá La Sagrada Familia kirkjunni á frábærum stað. Elska þessa borg :)

Ósk Sigurðardóttir, 15.8.2007 kl. 14:18

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ég er nú ekki mikið í því að öfunda fólk, en rétt í þessu greip um sig afbrigði af þeirri tilfinningu. Var ekki meiriháttar að búa þar?

Markús frá Djúpalæk, 15.8.2007 kl. 14:21

3 Smámynd: Ósk Sigurðardóttir

Algjört æði og sakna þess mikið. Hef aldrei skilið afhverju Spánverjar tala um að Katalóníubúar séu leiðinlegir! Kynntist mjög góðu fólki þarna.  Grácia hverfið er mitt uppáhalds, lítið krúttlegt hverfi - alveg yndislegt. En það er rétt fyrir ofan Eixample hverfið sem La Sagrada Familia kirkjan er í. En svo er alltaf gaman að ganga um El Born hverfið og gotneska hverfið og auðvitað alveg frábært að það skuli vera svona stutt á ströndina. Þetta er akkúrat mátuleg stærð af borg að mér finnst - hvorki of lítil né of stór. 

Ósk Sigurðardóttir, 15.8.2007 kl. 14:37

4 identicon

Eg bara varð að kommenta þvi eg er svo anægð... Eg by i Gracia hverfinu i Barcelona. Nuna geta allir komið i heimsokn og eg kemst vonandi heim i beinu flugi um jolin :) jibbiskibbi

Margrét (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 14:53

5 identicon

Við fórum til Valencia í sumar, reyndar sem hluta af sólarlandaferð. Skruppum í tvo daga til þessarar þriðju stærstu borgar Spánar. Ég varð fyrir vonbrigðum enda bjóst ég í kjánaskap mínum við borg af sama kaliberi og Barcelona. Reyndar var Lista- og vísindaborgin nýja alveg stórkostleg. En allt viðmót borgarbúa og annað var mjög ólíkt Barcelona. Eins og yfirþjónninn á hótelinu okkar sagði "Það er engin borg í heimi alveg eins og Barcelona."

Markús (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband