Ferlega Hræðilegt
13.8.2007 | 22:29
Það er hræðilega spælandi að fylgjast spenntur með sínum mönnum í 90 mínútur og fá svo mark á sig á lokasekúndunum. Óréttlátt og hundfúlt. Leikurinn var jafn og spennandi og hefði getað farið á hvorn veginn sem var. En svona er þetta í boltanum, maður verður bara að taka því sem að höndum ber og gera eins og forfeður okkar gerðu: bíta í skjaldarrendur, safna liði og láta ganga betur næst.
Það er ekkert annað hægt. Til hamingju Fimleikafélag.
Ásgeir Gunnar tryggði FH nauman sigur á Val | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.