Ást og Elvis

ElvisÍ síðdegisútvarpinu var ástin allsráðandi. Við heyrðum í Grími Atlasyni bæjarstjóra í Bolungarvík og ræddum um ástarvikuna þar.  Ástarvikan er mjög skemmtilegt fyrirbæri og eins og Grímur sagði, ætti fólk auðvitað alltaf að vera gott hvert við annað. Grímur er að fá Kim Larsen til landsins og komum við aðeins inn á það. Kim ætlar að spila fyrir landann í Vodafone höllinni síðar í haust og að sögn Gríms er uppselt í sæti en eitthvað eftir í stæðum. Kim Larsen er náttúrulega snillingur sem kann að trylla lýðinn.

Í seinni hluta þáttarins fengum við Elvis í heimsókn. Steinn Ármann Magnússon kíkti inn og við töluðum um Elvis Presley sem að sögn lést þann 16.ágúst árið 1977. Steinn kann margar skemmtilegar sögur af kónginum og fór á kostum í sögusögnunum. Ein besta sagan var af endurkomutónleikum Elvisar árið 1968. Þar kom hann fram í níðþröngum leðurgalla sem var næstum eins og teiknaður utan á hann. Að sögn Steins var Elvis nakinn undir gallanum og svitnaði auðvitað svakalega. Það varð auðvitað til þess að þegar hann ætlaði að afklæðast var það lífsins ómögulegt. Þannig að til þess að Elvis Presley þyrfti ekki að vera í sama leðurgallanum til æviloka tóku nokkrir ráðagóðir menn á það ráð að hreinlega klippa gallann utan af honum. Auðvitað synd því núna er þessi flotti galli hvergi til. Nema kannski í henglum, leðurhenglum.

Matarlyst kóngsins bar einnig á góma og Steinn Ármann nefndi nokkra rétt úr bókinni góður "Are you hungry tonight?". Ég verð að viðurkenna að fátt af því kveikti græðgi hjá mér.

Tónlistin var ekki fjarri og spiluðum við nokkra góða Elvis slagara í þættinum. Fyrir þá sem misstu af verður endurtekning í nótt kl. 1 og svo aftur næstu helgi.

Enda svo á að minna á þáttinn á morgun kl. 16:00. Þá kemur góður gestur sem að eigin sögn er mini-celeb en ætlar að breyta því með viðkomu í síðdegisþættinum á Útvarpi Sögu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband