Fljótið

MenamEða Menam heitir lítill veitingastaður á Selfossi. Hann gerir mest út á að selja fólki tælenskan mat með ýmsu bragði. Þennan stað erum við búin að heimsækja tvisvar í sumar og það er alltaf sama sagan.

Það fyrsta sem maður kynnist er alúðleg og mjög hress þjónusta. Það er eins og allir þjónarnir eigi staðinn sjálfir svo vel er tekið á móti manni. Kvenkyns þjónarnir eru íklæddir einhverjum aðsniðnum Asíubúningum en karlkynsþjónarnir eru nú vestrænni að sjá. Það væri nú gaman að klæða þá upp eins og mandarína með mjótt yfirvararskegg og hökutopp. En maður getur nú ekki fengið allt.

Maturinn er líka mjög góður á þessum stað. Og er það ekki aðalmálið þegar maður fer út að borða? Það er sama hvort á diskum er BBQ hamborgari, lambasteik, núðlur eða tælenskir kjúklingaréttir. Allt er fallega fram borið, vel útilátið og bragðast ljómandi vel. Verðið er mjög hóflegt líka, sem er kostur. Það er orðið svo stutt að bregða sér austur fyrir fjall þannig að ég mæli með að þeir sem ætla sér að skella sér út að borða hafi þennan litla stað sem kúrir bak við risavaxið Hótel Selfoss í huga. Ég gæti trúað að það væri skynsamlegt að panta borð því það virtist fullt út úr dyrum þarna í gærkvöldi.

En enn og aftur Menam er snilldarstaður til að fara með fjölskylduna eða ástina sína að borða í huggulegu umhverfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband