Tvennt
12.8.2007 | 11:47
Hið fyrra: Það er leiðinlegt hvað er búið að búa til mikla skrípamynd úr Elvis heitnum. Maðurinn var svosem stórstjarna á sínum tíma, en nú er búið að búa til úr honum eitthvað stórfurðulegt skurðgoð sem er tilbeðið um allan heim. Núna ætlar dánarbúið að taka þátt í því með því að hleypa þessum stórfurðulegu fyrirbærum sem flestar Elvis-eftirhermurnar eru inni í minningu gamla mannsins. Sem var þó ekki svo gamall þegar hann dó, aðeins 42 vetra. Ég skil ekki hvers vegna er ekki hægt að minnast hann bara sem rokkstjörnu - það hefur ekki farið svona hrikalega illa fyrir minningu nokkurrar annarrar slíkrar sem ég man eftir í fljótu bragði.
Hið síðara: Hvar lærði greinarhöfundur að skrifa? Það var skelfilega óþægilegt að lesa þessa grein fyrir ambögum og stafsetningarvillum. Sök sér með slíkt hjá bloggurum og öðrum sem skrifa sér til ánægju í áhugamennsku, en þeir sem fá borgað fyrir að skrifa greinar í blöð og á vefinn ættu nú aðeins að skila af sér betra verki.
Elvis-vika í fullum undirbúningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég tek undir að greinin er kannski ekkert sérstaklega vel skrifuð en ég hef nú séð það verra og stafsetningarvillur sé ég ekki í fljótu bragði. Getur verið að búið sé að leiðrétta eftir að þú settir inn færsluna?
Jóna Á. Gísladóttir, 12.8.2007 kl. 15:54
Eitthvað er nú búið að laga til, en ein villa er eftir " hann var orðin háður" Það var óþarfa smásmygli í mér kannski að gera veður útaf þessum texta almennt.
Markús frá Djúpalæk, 13.8.2007 kl. 09:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.