Stolt siglir fleyið mitt

..Þetta hefur nú verið hrikalega gaman. Svona þegar upp var staðið og enginn drukknaður, enginn búinn að týna fötunum sínum og allir bara svona rosalega góðir vinir. Og bíllinn meira að segja á leiðinni upp á land aftur.

 


mbl.is Bjargað af þaki bíls í Gilsá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Greinilegt að þarna hefur einhver borgarbúinn hætt sér út á mölina á jepplingnum sínum, hefur sennilega trúað auglýsingunum um getu kvikindisins, talið að það kæmu fjögur grenjandi tölvudýr út úr hjólkoppunum og hjálpuðu bílnum að komast yfir.

Borgarbúar eiga ekki að fara út fyrir malbikið, hvað þá útlendingar. Ef þeir vilja sjá eitthvað annað en malbik og blokkir eiga þeir að fara í húsdýragarðinn eða í mesta lagi fjölskyldugarðinn.

Reykvíkingar og nágrannar eiga að fara rúntinn um helgar, þeir eiga ekki að hætta sér út á land - það er of hættulegt fyrir þá. Til þess að geta bjargað sér út á landi þarf að hafa sérstaka hæfileika. Menn þurfa að hafa greind til að bera og krafta, en það hafa borgarbúar ekki.

Svona til viðbótar við fréttina þá er Gilsá smáspræna, en þó tilbúin að gleypa fáráða sem hætta sér of langt.

Bjössi (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 12:10

2 identicon

Sá sem lenti í slysinu þarna var sjálfur af suðurlandinu og í hálendisgæslunni og þar af leiðandi reyndur björgunarsveitarmaður. Allir geta lent í svona hörmulegum slysum. Hálendið er hættulegur staður. Ár eru breytilegar frá degi til dags og því alltaf ákveðin hætta í því að vaða þær.

Vilt þú, Bjössi, ekki bara bíða aðeins með þessar fullyrðingar um heimska Reykvíkinga á jepplingunum sínum?

Maggan (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 16:16

3 identicon

Og annað, bjössi.

Ef þú heldur virkilega að þú getur fullyrt jafn fáránlega hluti eins og að Reykvíkingar hafi ekki hæfileika, greind og krafta þá segir það nú bara ýmislegt um þig. Ekki kúka svona á þig. Ýmsir gætu nú sagt að fólk sem er afkvæmi systkynna (eins og fólk í sveitlum sveitum eins og þinni) skorti nú heilmikla greind og þar af leiðandi hæfileika. En fólk sem hefur vit í kollinum í stað skaufans í næstu rollu, er ekki að reyna að fullyrða svoleiðis hluti á netinu eða við nokkurn mann. Því skal ég ekki fullyrða neitt um íbúa fallegu fljótshlíðarinnar.

Að hyggjandi sinni

skyli-t maður hræsinn vera,

heldur gætinn að geði.

Þá er horskur og þögull

kemur heimisgarða til,

sjaldan verður víti vörum.

Því að óbrigðra vin

fær maður aldregi

en mannvit mikið.

Inn vari gestur

er til verðar kemur

þunnu hljóði þegir,

eyrum hlýðir,

en augum skoðar.

Svo nýsist fróðra hver fyrir.

Og ef þú skyldir ekki skilja hvað átt er við í þessum erindum Hávamála þá skal ég útskýra það.

Þetta þýðir: Heimskur maður virðist ekki vera svo heimskur; svo lengi sem hann segir ekki nokkuð!

Svo að mín ráð til þín eru: ekki segja svo mikið - ekki koma upp um þig og sýna fólki hve heimskur þú virkilega ert.

c",)

Maggan (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 16:47

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Mæli þarft eða þegi. Held ég þegi.

Markús frá Djúpalæk, 13.8.2007 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband