Dragdrottningin

gay-pride-1-480..komst því miður ekki í síðdegisútvarpið. Öðrum starfsmönnum Útvarps Sögu til mikilla vonbrigða, en Steini Díva kemur bara seinna í staðinn. Brynjar, okkar maður á Akureyri fræddi okkur um Fiskidaginn mikla á Dalvík. Sem er magnað fyrirbæri þar sem þessi litli bær fyrir norðan margfaldast í íbúafjölda, öllum er boðið upp á fisk í allskonar formi, þar á meðal sem vöfflur. Hljómar ekki kræsilega en Brynjar sagði það vera herramannsmat.

Felix Bergsson sagði frá göngunni um söguslóðir samkynhneigðra, sem hann og Baldur Þórhallsson stóðu fyrir í gærkvöldi og aftur í kvöld. Þær voru víst margar og kyngimagnaðar sögurnar af baráttu samkynhneigðra sem yfir 100 manns fengu að heyra af vörum þeirra félaga í göngunni.

Ég fletti Séð & heyrt þar sem laun stjarnanna á Íslandi voru til umræðu, og nokkuð er ljóst að misjafnt er mannanna lánið þar. Fræga og fallega fólkið er með allt frá 21.000 krónum í mánaðarlaun upp í nokkrar milljónir. 

Björn Berg tók við kl. 17 með fótboltaþáttinn og var honum kippt inn í útsendingu rétt fyrir fimm - og hvað haldiði að hann hafi talað um? Jú, mikið rétt. Fótbolta. Hann er voða spenntur fyrir enska boltanum og 1.deildinni íslensku - og eiginlega öllu þar sem fótbolti kemur við sögu.

Stillið á Útvarp Sögu kl. 16:00 á mánudaginn. Þá verður mikið um að vera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

363 IP tölur hafa heimsótt þig í dag. Fólkið sem á þessar tölur er upp til hópa dónar því enginn hefur kvittað fyrir komunni. Ákvað að vera ekki einn af dónunum og kvitta hér með fyrir heimsókninni. Takk fyrir kaffið

Brynja Hjaltadóttir, 10.8.2007 kl. 21:16

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Verði þér að góðu. Ég vona að það hafi smakkast vel.

Markús frá Djúpalæk, 10.8.2007 kl. 22:07

3 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Markús ég gleymi alltaf þessum síðdegisþætti þínum enn mikill áhugi er að hlusta engu að síður. Ég mæli með að þú sendir mér sms rétt fyrir þátt. .

Þá kannski hringi ég og bið um óskalag, það yrði enginn íslendingur svikinn af því lagi.

S. Lúther Gestsson, 10.8.2007 kl. 23:19

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Lúther minn, þú ert náttúrulega frægur smekkmaður á tónlist, þannig að þjóðin má nú ekki fara varhluta af því. Spurning hvort þú sendir mér ekki bara lista.

Markús frá Djúpalæk, 11.8.2007 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband