Heimsfrægð í uppsiglingu

Á laugardagskvöldið var útihátíðin Sluxi haldin í (að því talið er) tólfta skipti.   Eins og útihátíða er siður var glaðst ógurlega í sameiningu. Það var grillaður dáindismatur, sagðar skemmtilegar sögur, skoðaðar fyndnar gamlar myndir og drukknar allskonar veigar.

Rúsínan í pylsuendanum var svo stofnum ofurgrúppunnar "Hljómsveitin Laglausir og taktlausir". Hún er skipuð æskufélögunum Snorra Magnússyni stórsöngvara, Magnúsi Birgissyni gítarleikara per excellance og trommuleikaranum mér.

Því er skemmst frá að segja að sjaldan hafa nýstofnaðar hljómsveitir slegið jafnhratt í gegn. Allir gestir útihátíðarinnar Sluxa hlustuðu, klöppuðu, dönsuðu og sungu með af innlifun þegar hljómsveitin tók hvern stórstandardinn á fætur öðrum. Tónleikarnir náðu svo hámarki þegar sætasta grúppían hoppað upp á sviðið og tók lagið með hljómsveitinni.  Stuðmenn reyndu að apa það eftir með lélegum árangri á tónleikum sínum í Húsdýragarðinum í gærkveldi.

Nú er bara að bíða eftir að erlendir hljómplötuútgefendur banki upp á með feitan samning í vasanum - eða skjalatöskunni. Ég veit að sú bið verður ekkert löng.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband