Splundr

Ég spyr: Til hvers í ósköpunum að eiga eitthvað rándýrt apparat sem þarf að dragnast með á eftir sér og getur splundrast í tætlur um leið og eitthvað aflagast í veðrinu. Og slík hegðan veðurs er nú algengari en ekki á Íslandi. Ég held ég væri frekar tilbúinn að gista hjá bændum eða á hótelum svo sjaldan að ég fer út á land heldur en eiga svona manndrápsapparat sem er hvort eð ekkert nema kostnaðurinn.  Svo er þetta dót líka orðið svo gasalega fínt að það er flottara en heimili manns, betur búið græjum og stærra!

Tjald eða bændagisting - hvorugt splundrast á Kjalarnesi eða undir einhverju fjallinu.


mbl.is Eigendur húsbíla og hjólhýsa hugi vel að veðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Heima er best

Jóna Á. Gísladóttir, 3.8.2007 kl. 18:37

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Nákvæmlega!

Markús frá Djúpalæk, 3.8.2007 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband