Erkitöffarinn
31.7.2007 | 17:52
Valdimar Örn Flygenring var í síðdegisviðtalinu í dag. Við fórum á flakk um ferilinn hans og hlustuðum á uppáhaldstónlistina hans sem var alveg mögnuð, hver meistarinn upp af öðrum; Dylan, Springsteen, Neil Young að ógleymdum meistara Nick Cave.
Valdimar sagði skemmtilegar sögur af veiðinni, úr leikhúsinu og bíómyndunum. Hann sagði okkur frá nýja húsinu sínu í sveitinni, hundinum, hænunum og heimsætunum.
Þetta var afskaplega skemmtilegt viðtal við einn mesta erkitöffara leikhússins á Íslandi sem hefur smám saman verið að snúa sér í aðrar áttir, sem hann sagði líka frá í viðtalinu. Það er engin lognmolla þar sem Valdimar fer.
Ef þú vilt heyra viðtalið minni ég á endurtekningu á því á Útvarpi Sögu 99,4 kl. 23 í kvöld og ennfremur um helgina.
Athugasemdir
Flottur!! Valdimar í Foxtrot!! Uss, fæ ennþá gæsahúð, þarf að hlusta á kallinn við tækifæri,hugsa að ég stilli bara á viðtalið í kvöld.....
Ómar Eyþórsson, 31.7.2007 kl. 20:09
Já, Ómar það væri ekki leiðinlegt að vita af þér í hlustendahópnum.
Markús frá Djúpalæk, 1.8.2007 kl. 09:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.