Sólóklúbburinn

Anna Magnea Harđardóttir, grunnskólakennari og formađur Sólóklúbbsins var í viđtali í fyrsta síđdegisţćtti mínum eftir sumarfrí. Sólóklúbburinn er félagsskapur sem hún stofnađi fyrir nokkrum misserum og hefur vaxiđ og dafnađ síđan og telur nú eitthvađ á annađhundrađ manns.

Tilgangur félagsins er ađ vera einhleypu fólki innan handar um félagsskap viđ hinar ýmsu athafnir sem skemmtilegra er ađ stunda međ öđrum, eins og t.d. ađ fara í bíó, leikhús, út ađ borđa og margt, margt annađ.  Mér sýnist ţetta vera sniđug leiđ fyrir fólk sem af einhverjum ástćđum er eitt síns liđs í lífinu, til ađ eignast vini og fá ţann nauđsynlega félagsskap sem hver og einn ţarf.

Anna sjálf var hress og kát og klukkutíminn var fljótur ađ líđa.  Áhugasömum til uppfrćđingar lćt ég fylgja međ slóđ ađ heimasíđu klúbbsins www.soloklubburinn.com

Í dag er ćtlunin ađ fá landsfrćgan leikara í heimsókn sem ekki hefur veriđ mjög áberandi undanfarna mánuđi en hefur nú aldeilis veriđ ađ gera góđa hluti í gegnum tíđina.

Ţví er um ađ gera ađ stilla á fm 99,4 í dag kl. 16 og sperra eyrun, fá sér kakóbolla og súkkulađikex og njóta.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband