Sólóklúbburinn
31.7.2007 | 09:05
Anna Magnea Harðardóttir, grunnskólakennari og formaður Sólóklúbbsins var í viðtali í fyrsta síðdegisþætti mínum eftir sumarfrí. Sólóklúbburinn er félagsskapur sem hún stofnaði fyrir nokkrum misserum og hefur vaxið og dafnað síðan og telur nú eitthvað á annaðhundrað manns.
Tilgangur félagsins er að vera einhleypu fólki innan handar um félagsskap við hinar ýmsu athafnir sem skemmtilegra er að stunda með öðrum, eins og t.d. að fara í bíó, leikhús, út að borða og margt, margt annað. Mér sýnist þetta vera sniðug leið fyrir fólk sem af einhverjum ástæðum er eitt síns liðs í lífinu, til að eignast vini og fá þann nauðsynlega félagsskap sem hver og einn þarf.
Anna sjálf var hress og kát og klukkutíminn var fljótur að líða. Áhugasömum til uppfræðingar læt ég fylgja með slóð að heimasíðu klúbbsins www.soloklubburinn.com
Í dag er ætlunin að fá landsfrægan leikara í heimsókn sem ekki hefur verið mjög áberandi undanfarna mánuði en hefur nú aldeilis verið að gera góða hluti í gegnum tíðina.
Því er um að gera að stilla á fm 99,4 í dag kl. 16 og sperra eyrun, fá sér kakóbolla og súkkulaðikex og njóta.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.