Kræst
30.7.2007 | 19:27
Til hvers? Að myrða einhvern sárasaklausan Kóreubúa sem veit ekkert hvað pólitík er einu sinni. Af hverju í ósköpunum getum við ekki farið að vera góð við hvert annað, hvort sem við erum talibanar eða sjálfstæðismenn? Það fer allt of mikil orka í að vera illur. T.d. þarf að eyða mun meiri orku í að setja upp reiðisvip en að brosa, því til þess þarf að nota miklu fleiri vöðva. Hugsum út í þetta næst þegar okkur dettur í hug að pirra okkur út af einhverju - smávægilegu yfirleitt. Það er hollara að taka þetta á léttleikanum.
Núna er ég kominn aðeins of langt frá morði á sárasaklausum Suður-kóreskum gísli hjá talibönum, en við skulum vona að þeir sjái að sér og skili restinni heilli á húfi.
![]() |
Talibanar tóku einn s-kóreskan gísl af lífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.