Bifreiðasagan
30.10.2014 | 20:19
Það væri nú allt í lagi ef þeir sem með lærðum hætti skrifa um bíla þekktu söguna - þó ekki væri nema af afspurn. Suzuki Swift hefur verið á markaði síðan 1983, en hefur auðvitað tekið gríðarlegum stakkaskiptum eins og títt er um bifreiðar. Það er því alger sögufölsun að halda því fram að þessi tegund hafi aðeins verið í framleiðslu síðan 2004. Draumabíll margra ungra manna af minni kynslóð var Suzuki Swift Gti ... svona 88 módel eða svo.
4 milljónir Suzuki Swift | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeir þekkja söguna bara af afspurn. Mig grunar að þeir séu bara ekki nógu gamlir til að muna aftur til 199X.
Afi átti Swift frá 1987, held ég, til 1994, þegar hann skifti yfir í Hyundai Pony. Sem komu auðvitað aldrei til sölu skv MBL. Þeir bræddu flestir úr sér fyrir 2000.
Ásgrímur Hartmannsson, 30.10.2014 kl. 22:06
Það er margt ótrúlegt sem kemur frá þessum svokölluðu bílasérfræðingum blaðanna, þeir virðast ekkert eða lítið vita um það sem gerðist fyrir 2000 og það sem verra er nenna ekki að fletta upp fróðleik um það efni sem þeir eru að fræða okkur um. Þ:að þarf ekki annað en að lesa fyrstu línurnar í Wikipedia um Suzuki Swift "The Suzuki Swift is a subcompact car produced by Suzuki in Japan since 2000. Prior to this, the "Swift" nameplate had been applied to the Suzuki Cultus in numerous export markets." til að sjá að bíllinn hefur verið til á evrópumarkaði með þessu heiti síðan 1983 eins og þú segir, en líklega er þetta þýtt úr erlendu blaði þar sem hann hét Cultus á síðustu öld. Hvernig á að vera hægt að taka mark á þessum mönnum þegar þeir eru að velja bíl ársins o.s.frv., ætli þar sé jafn yfirborðsleg rannsóknarvinna?
Kjartan Sigurgeirsson, 31.10.2014 kl. 12:53
Sammála ykkur báðum og eins og Kjartan bendir réttilega á er nóg að kunna að nota google til að láta ekki grípa sig í bólinu með svona vitleysu.
Markús frá Djúpalæk, 31.10.2014 kl. 16:20
Google leit?
Hvað með bilasolur.is?
http://www.bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid=85&cid=107115&sid=328532&schid=60284953-0048-43a2-a8ce-00ed209371cc&schpage=1
Það eru enn eintök af Suzuki Swift síðan fyrir 2000 á götunni.
Þetta eru ekki skörpustu hnífarnir í skúffunni.
Ásgrímur Hartmannsson, 31.10.2014 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.