Turnarnir tveir

ÞorvaldurGylfasonólistefFylgist með þættinum í vikulokin á Útvarpi Sögu næsta laugardag.  

Tveir af merkilegustu mönnum íslenzks samtíma munu heimsækja okkur Halldór E þann daginn. Þeir Þorvaldur Gylfason sem nýverið var valinn maður ársins 2008 á Útvarpi Sögu og Ólafur Stefánsson íþróttamaður ársins munu leiða saman hesta sína, sem verður án efa mjög áhugavert.

Ég neita því ekki að ég hlakka mikið til að sjá og heyra hvað gerist þegar þessir tveir snillingar hittast. Þeir verða hjá okkur milli kl. 14 og 15 á laugardaginn og ég hvet alla sem á annað borð hafa eyru að hlusta með andakt.

Aðrir dagskrárliðir eins og James Bond lag vikunnar verða á sínum stað. Svo er aldrei að vita nema við hefjum vondulagakeppnina til vegs og virðingar á ný.  Ekki má heldur gleyma því að við munum velja mann vikunnar með aðstoð hlustenda, þannig að nú er um að gera að skerpa kvarnirnar og upphugsa þann sem þið teljið helst til þeirrar nafnbótar hafa unnið þessa fyrstu viku ársins 2009 og hringja í okkur Halldór næstkomandi laugardag. Síminn er 588-1994.

Hlökkum til að heyra í ykkur.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.

 


Bloggfærslur 8. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband