Dalton að spila á Útvarpi Sögu í dag

dalton

Hin frábæra hljómsveit Dalton var í heimsókn á Útvarpi Sögu í dag. Þeir spiluðu nokkur af sínum bestu lögum sprell-lifandi og fóru á kostum eins og þeim einum er lagið.

Í kjölfarið á þeim kom söngkonan ljúfa Lay Low og sagði okkur Sigurði frá nýju plötunni sinni, stuttum en giftusömum ferli og fleiru skemmtilegu.

Í lok þáttar ræddum við svo við Guðna Ágústsson sem rakti hugmyndir sínar um hvernig bregðast skuli við efnahagsvandanum.

http://profile.myspace.com/index.cfm?fuseaction=user.viewprofile&friendid=188730169

 

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Er ég paranoid

 airoplane

...eða eru "flugatvik" sem þetta að verða algengari en áður var hjá íslenzkum flugfélögum? Einhver sem vit þóttist hafa á sagði mér að áður en "ævintýri" útrásarkónganna hófst hafi íslenzk flugfélög gengið lengra í öryggis- og viðhaldseftirliti en en reglur kröfðust. Hann sagði líka að núna væru breyttir tímar, reglum væri fylgt en ekki meira en það. Ég hef ekki vit á því en miðað við tíðindi síðustu mánaða gæti ég alveg trúað að þetta væri satt.

Spurning um að taka bara rútuna.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Öryggislending í Glasgow
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins gott að gæta sín

svin-dlariÉg hef ekki tölu á þeim gylliboðum sem mér og mínum hafa borist í tölvupósti, sum eru meira að segja þannig að það væri næstum hægt að láta glepjast. Það hefur sem betur fer ekki gerst ennþá, en alltaf skal maður gæta sín, því svindlararnir verða æ útsmognari með hverju árinu sem líður.

Einfalt ráð er bara að stökkva ekki á neitt! En það getur samt verið gaman að snúa á svindlarann eins og þeir Tvíhöfðabræður sneru á Nígeríusvindlara einn. Sá fékk að finna fyrir því! Þeir bjuggu til sýndarveruleika þar sem persónurnar hétu Woody Allen og fleiri þekktum nöfnum og Nígeríumaðurinn kveikti ekki á neinu heldur talaði hástöfum um þetta fólk á óborganlegan hátt.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Svindl á Netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stundum velti ég fyrir mér...

svarturhundur 

-Hvernig væri að vakna á morgnana, án kvíðahnúts í maganum.

-Hvernig væri að fara að sofa á kvöldin án þessa sama kvíðhnúts.

-Hvernig það væri að vera ekki alltaf, alla daga illa haldinn af völdum þessa kvíðahnúts?

-Hvernig það væri að verkja ekki stanslaust í höfuðið og axlirnar.

-Hvernig það væri að finna mun á því hvort það er sól og blíða eða rok og rigning.

-Hvernig það væri að koma einhverju fleiru í verk en því allra, allra nauðsynlegasta.

-Hvernig það væri að raunverulega hlakka til einhvers. Þó ekki væri nema helgarinnar.

-Hvernig það væri að hrökkva ekki í kút í hvert skipti sem gemsinn hringir.

-Hvernig það væri að finnast dagarnir stórkostlegir, tækifæri og áskorun. Eða bara í lagi.

-Hvernig það væri að finna til gleði yfir fallegum hlutum, heillast af tónlist og hlæja að brandara.

-Hvernig það væri að geta sest niður og einbeitt sér að einhverju spennandi verkefni.

-Hvernig það væri að geta hjálpað stelpunum mínum með heimanámið, eða annað sem þær langar eða þurfa að gera.

-Hvernig það væri að geta farið áhyggjulaus í frí og notið hverrar mínútu. Flestra væri reyndar nóg.

-Hvernig það væri að vera viss um að ég sé að gera rétt með að skrifa þetta.

-Hvernig það væri að geta horfst í augu við sjálfan mig og aðra og geta óhikað sagst vera frábær.

Ég velti þessu og mörgu öðru fyrir mér, oft á dag. En finn engin svör.

Held ég beri alfarið ábyrgð á því að hafa skrifað þetta. Mogginn og blog.is komu þar hvergi nærri.

 

 

-


Bloggfærslur 25. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband