Allt annar vinkill

Þetta er fyrsta lagið af plötunni Jazz frá 1978. Lagið samdi Freddie Mercury, sem eins og fólk veit var skírður Farrokh Bulsara, sonur Bomi og Jer Bulsara. Hann fæddist á Zanzibar í Indlandshafi, úti fyrir ströndum Tanzaníu. Hann ólst upp á Indlandi og hefur stundum verið kallaður fyrsta asíska poppstjarna Breta. Texti lagsins er mestmegnis á persnesku, einu orðin sem skilja má eru Mustapha, Ibrahim, Allah Allah Allah will pray for you og svo Aleikum saalam og Salaam Aleikum. Svo má heyra setningar eins og "ichna klibhra him" og "rabbla fihmtrashim". Freddie lék sér stundum með þennan texta á tónleikum og notaði hann sem inngang að "Bohemian Rhapsody".

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is „Heimsveldið er að hrynja"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífs eða liðinn?

Ekki að það skipti öllu máli varðandi þessi skelfilegu tíðindi en í fréttinni segir:

Byssumaðurinn beindi byssunni að eigin höfði og reyndi að fremja sjálfsmorð án árangurs. Hann var fluttur á sjúkrahúsið í Tammerfors í Tampere til aðhlynningar. Hann mun vera alvarlega slasaður.

Síðar segir:

Slökkviliðsfólki var meinað að fara inn í bygginguna meðan enn stóð ógn af árásarmanninum. Um leið og fréttir bárust af því að hann væri látinn fór slökkviliðið inn í skólann og náði stjórn á eldinum. Lögreglan óttast hins vegar að byssumaðurinn hafi komið fyrir sprengju í skólanum áður en hann svipti sig lífi. 

Þarna er skrifað fullum fetum um að maðurinn sé látinn. Misræmi í sömu fréttinni, ekki satt?

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Margir sagðir látnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband