Gamlir skipstjórar myndu kalla þetta strand

strandadur 

Ég held að gamlir sjóhundar myndu segja að DeCode væru ekki lengur í ölduróti heldur strandað, og það kannski fyrir löngu. Það er búið að róa einhvers konar lífróður óratíma og búið að ausa dallinn endalaust en allt kemur fyrir ekki. Skútan er strand, og næsta verkefni verður sennilega að koma áhöfninni frá borði í snarhasti. Sérstaklega skipstjóranum.

Eigendurnir, hluthafar útgerðarinnar, bera svo skaðann af strandinu, því að líkum var þessi skekta ekki nægilega vel tryggð. Björgunarlaunin verða svo færð skippernum og hluta áhafnarinnar svo hún geti hróflað saman nýjum báti til að selja hlut í.

Þá hefst ný og æsileg sjóferð.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Gengi deCode í ölduróti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barón og sá svartklæddi

Þetta var uppáhaldslagið mitt langt fram eftir níunda áratugnum, alveg frá því að ég heyrði það á samnefndri plötu sem Johnny Cash gaf út 1981. Ég dett ennþá meira en tuttugu ár aftur í tímann í hvert skipti sem ég heyri þetta og önnur lög af The Baron.

Hækkið og syngið með:

I wish I had of known you when you were a little younger 'round me you might have learned a thing or two
If I'd had known you longer you might be a little stronger
Maybe you'd shoot straighter than you do, maybe you'd shoot straighter than you do.

As he walked into the poolroom you could tell he didn't fit
In his hand made boots, custom suit, pearl handled shootin' stick
Tonight there'd be a showdown then everyone would know
Who shoots the meanest game around, The Baron or Billy Joe

Billy Joe looked edgy, about to lose his cool
But the Baron's hands were steady as the two began to duel
Yeah, he was like a General on a battlefield of slate
And he would say to Billy Joe each time he sunk the eight, he'd say...

Chorus

Now Billy Joe was busted but he hadn't felt the sting
And from the far end of the table he threw his Mother's wedding ring
And he said 'You won my money but it ain't gonna do the trick
I'll bet this ring on one more game against your fancy stick'

The Baron's eyes grew foggy as the ring rolled on the felt
And he almost doubled over like he was hit below the belt
Twenty years ago it was the ring his wife had worn
And he didn't know before he left that a son would soon be born

It sounded just like thunder when the Baron shot the break
But it grew quickly quiet as he lined up the eight
Then a warm hand touched his shoulder and it chilled him to the bone
When he turned and saw the woman who had loved him for so long.

The game was never finished, the eight ball never fell
The Baron calmly picked it up and put it on the shelf
Then he placed the ring in the hand that held him long ago
And he tossed that fancy shootin' stick to his son Billy Joe
And he said....

Chorus

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Sumir draga sig í hlé

Aðrir ekki. Þó á móti blási eru sumir svo miklir baráttumenn að þeir gefast aldrei upp. Ég minni á frjálsa bloggsvæðið hér: www.blekpennar.com sem var sett á laggirnar í kjölfar þess að stofnandanum Helgu Guðrúnu Eiríksdóttur var bannað af blog.is að tengja sínar bráðskemmtilegu og kraftmiklu bloggfærslur við fréttir. Þetta er alvöru, kíkið inn.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Naomi Campbell íhugar að draga sig í hlé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband