Skemmtilegir Skotar
10.9.2008 | 21:22
Ég ætla nú ekkert að tala um leikinn sem var í sjálfu sér hin bezta skemmtun. Heldur ætla ég að tala um þessa sérstöku pilsklæddu menn, sem voru eins og maurar á þúfu um allt, eftir leikinn. Þrátt fyrir sigur voru þeir frekar alvarlegir á svip, flestir, nema hugsanlega þeir sem höfðu fengið sér hvað mest af Loch Lomond fyrir leik. Þeir létu glaðhlakkalega og létu sig falla í þúfurnar umhverfis Þjóðarleikvanginn, dönsuðu og sungu. Ég verð að viðurkenna að mér finnst búningarnir þeirra flottir. Margir þeirra voru í stórglæsilegum jökkum og með fagurskreytt höfuðföt við Kiltin sín og sumir burðuðust meira að segja með sekkjapípur og reyndu margir að kreista úr þeim tónlist.
Það sem vakti samt mesta athygli mína var hegðun Skotanna, atferli og framkoma. Þeir brostu og veifuðu og heilsuðu Íslendingum með handabandi og þökkuðu þeim fyrir leikinn. Það var ekki til í þeim einhver hroki yfir sigrinum, þeir bara höfðu voða gaman af því að vera þarna og voru greinilega á leið í miðbæinn til að gleðjast enn meira.
Hversu kátir og glaðir þeir verða eftir fagnaðarlætin í fyrramálið er svo verra að spá um en - mér finnst Skotar skemmtilegir.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Skotar unnu nauman sigur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Vonandi skellur ekki á skyndifrost
10.9.2008 | 11:43
Þá gæti hæglega farið svona. Það væri ekki gott að þurfa að spila fótbolta á skautum.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Dekrað við Laugardalsvöllinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég þarf að tala við nýtt og öðruvísi fólk
10.9.2008 | 11:34
Sporðdreki: Komdu þér út úr vanalega hópnum þínum til að spjalla við einhvern með allt öðruvísi viðhorf til lífins. Þú munt ekki vera sammála honum - í fyrstu. Leggðu þig allan fram.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)