Fiskurinn Wanda
30.8.2008 | 11:18
Myndin um Wöndu og demantaránið var frumsýnd árið 1988. Aðalhlutverkin voru í höndum John Cleese, Jamie Lee Curtis, Michaels Palin og svo þessa manns sem er hér að sýna listir sínar, Kevin Kline. Hann lék hinn djúpt þenkjandi heimspeking Ottó sem hélt að The London Underground væri stjórnmálahreyfing og að Aristóteles væri belgízkur. Fylgist líka sérstaklega með svipnum á Archie sem Cleese leikur, þegar Otto lýgur til um að hann sé CIA maður. Hvað um það, Kline og allir aðrir leikarar þessarar myndar voru magnaðir, og ég ætla að viðurkenna það hér og nú að ég horfi á hana einu sinni til tvisvar á ári. Jebb æm a nörd.
Njótið.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 18:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)