Stjörnustríđ á fimm mínútum og ţrjátíuogfimm sekúndum
24.8.2008 | 16:09
Alfred Matthew Yankovic, betur ţekktur sem Weird Al flytur hér sína útgáfu af Stjörnustríđi viđ hugljúfa tóna sem Don MacLean samdi á sínum tíma og kallađi American Pie. Alfred Matthew Yankovic er búinn ađ fíflast međ tónlist annarra höfunda í nćstum ţrjátíu ár, yfirleitt međ frábćrum árangri. Hann hefur selt haug af plötum og hlotiđ ýmis verđlaun, en hefur stundum lent í smávćgilegum vandrćđum, stundum vegna höfundaréttar og stundum fyrir ađ stíga á viđkvćmar tćr. Ég er búinn ađ fylgjast međ honum síđan ég keypti "Like a surgeon" áriđ 1984... glöggir lesendur eđa minnugir vita sennilega hvađa lagi Al sneri ţar yfir á skurđlćkna.
Bloggfćrslan er alfariđ á ábyrgđ skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skođanir eđa afstöđu mbl.is, og Morgunblađsins.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Silfurmennirnir!
24.8.2008 | 10:06
Um leiđ og ég óska íslenzku ţjóđinni og ekki sízt strákunum okkar til hamingju međ ţennan frábćra árangur langar mig ađ impra hér á smá tölfrćđi. Tölfrćđi sem skiptir kannski ekki öllu máli inni á handboltavelli en er samt gaman ađ skođa.
Frakkland varđ til sem ţjóđ áriđ 843 og fimmta lýđveldiđ var stofnađ 1957. Ísland var ađ finnast og týnast aftur eitthvađ fram eftir öldum, en áriđ sem viđ höfum miđađ viđ sem landnámsár er 874. Lýđveldiđ Ísland var stofnađ 1944.
Frakkland er 674.843 ferkílómetrar ađ stćrđ og Ísland 103.000 ferkílómetrar. Í Frakklandi búa 64,5 milljónir manna eđa 114 á hvern km˛ og er tuttugusta fjölmennasta ríki í heimi. Á Íslandi búa 316.252 manns eđa 3.1 á hvern km˛ sem setur okkur í 172. sćti yfir mannfjölda í veröldinni. Í höfuđborg Frakklands, París, búa 2.167.994 manns en í Reykjavík býr 118.861 manneskja.
Ţjóđarframleiđsla Frakka var 2.2 trilljónir Bandaríkjadala áriđ 2006 eđa rúmlega 30 ţúsund dalir á mann. Ţjóđarframleiđsla Íslendinga var sama ár 16 ţúsund billjónir dala eđa 63 ţúsund dalir á mann.
Ţađ má örugglega velta fleiri tölum fyrir sér en leikurinn fór ţó 28:23 og viđ verđum ađ vera stolt af ţessum strákum sem náđu svona stórkostlegum árangri.
Áfram Ísland!
Bloggfćrslan er alfariđ á ábyrgđ skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skođanir eđa afstöđu mbl.is, og Morgunblađsins.
![]() |
Ísland í 2. sćti á ÓL |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Íţróttir | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)