The tide is high
2.8.2008 | 12:06
Hér er hljómsveitin Blondie með lagið The tide is high frá árinu 1980. Lagið kom fyrst út með hljómsveitinni The Paragons frá Jamaíka árið 1967 og er samið af John Holt söngvara sveitarinnar. Lagið varð vinsælt meðal ákveðinna hópa innflytjenda á Bretlandi þegar það kom út árið 1971. Fáir aðrir tóku eftir því fyrr en Blondie tók það upp á sína arma árið 1980 eins og fyrr sagði. Í þeirra flutningi varð það gríðarvinsælt og er orðið klassískt popplag í dag.
Aðrir sem hafa gert lagið vinsælt í eigin meðförum eru leikkonan Billie Piper, þekktust úr Dr. Who og þáttunum um glaðbeittu gleðikonuna Belle de Jour, og Atomic Kitten sem komu The tide is high á topp brezka vinsældalistans árið 2002. Minni spámenn sem hafa gefið út þetta ágæta lag eru Sinitta, Top of the poppers og Nydia Rojas sem gaf út spænska útgáfu nefnda La numero uno.
Upprunalega útgáfan með The Paragons verður flutt í laugardagsþætti Útvarps Sögu milli kl. 13 og 16 í dag 2.ágúst.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Brosin eru óteljandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)