Saga úr sveitinni

Siggi, pabbi vinar míns, sá sumarbústað auglýstan til sölu og sá sem veitti upplýsingar í síma sagði að þetta væri ágætis bústaður. Málið vandaðist hins vegar þegar Siggi spurði hvort það væri verönd við bústaðinn.
-Verönd, hvað er það?
Það er svona pallur þar sem maður getur setið úti og borðað.
-Nei, það er ekkert svoleiðis.
En salernisaðstaða?
-Það er fínasti kamar rétt hjá.
En ekkert klósett inni?
-Nei.
Þá heyrðist húsfreyjan spyrja í bakgrunni hver væri í símanum.
-Æ, þetta er einhver kall að sunnan sem vill éta úti en kúka inni.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Gæsaveiðitímabilið að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband