Þreyta í Skagafirði
19.6.2008 | 22:05
Skagfirski bóndinn hringdi í lækninn sinn og sagði:
"Mér þætti vænt um, " ef þú gætir komið við einhvern daginn, og litið á hana Ingu mína. "Jú, það er sjálfsagt," svaraði læknirinn.
"Er hún eitthvað lasin ?"
"Æ, ég veit það varla", svaraði bóndinn.
"En í gærmorgun fór hún á fætur um sexleytið eins og venjulega og mjólkaði beljurnar og gaf mér og kaupamönnunum morgunkaffi og þvoði þvottinn.
Svo fór hún í bókhaldið og eldaði síðan matinn og þvoði upp og snéri heyinu og girti kartöflugarðinn og gaf hænunum og mokaði fjósið. Loks eldaði hún svo kvöldmatinn og þvoði upp áður en hún fór í að mála stofuna, og svo þegar leið að miðnætti fór hún eitthvað að tuða um að hún væri þreytt. Ég held kannski að hún ætti að fá vítamínsprautur eða eitthvað".
"Svona gengur þetta alla daga og ég verð að notast við vinnukonuna á
nóttunni."
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Hálendisbjörn er hugsanlegur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Já....
19.6.2008 | 21:14
Sporðdreki: Einhver vill að þú skuldbindir þig af meiri alvöru. Hann hefur kannski ekki sagt það, en þú veist hann mun. Vertu tilbúinn með svarið.
Hux hux.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eðlileg ályktun
19.6.2008 | 13:23
..að telja að Van den Vaart (borið fram fart) sé sá seki.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Hollendingar að kafna í prumpfýlu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þurfti umhverfisráðherra og hinir sex að vera þarna?
19.6.2008 | 12:19
Öll verðum við að laga okkur að hinum breyttu utanaðkomandi aðstæðum, jafnt fyrirtæki sem einstaklingar og opinberir aðilar. Sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í tyllidagsávarpi sínu sautjánda júní síðastliðinn og bætti við: Eina leiðin í því efni, sem skilar varanlegum árangri, er að draga úr notkuninni með minni akstri og betri nýtingu, notkun sparneytnari ökutækja, tilflutningi yfir í aðra orkugjafa o.s.frv. en einnig ...að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Nú spyr ég, hvaða gagn var að stjórnmálafræðingi frá Háskóla Íslands og Johns Hopkins University, Paul H. Nitze School of Advanced International Studies ásamt sex manna fylgdarliði, við að fanga hvítabjörn? Hefði ekki verið nær að spara þær krónur sem þetta kostaði, þó ekki væri nema til að sýna gott fordæmi? Eða erum það bara við sem eigum að herða ólina og spara og spara og spara.... ?
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Ráðuneytið greiðir fyrir leiguflug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)