Ljóð dagsins

Kósíkvöld í kvöld - Baggalútur 

Skelfing er ég leiður á því að húka hér.
Ég hugsa að þú þurfir einhvern að strjúka þér.
Ég þrái það að komast klakklaust heim á ný.
Æ, komdu við í ríkinu – ekki gleyma því.

Ég ætla að byrja á því að demba mér í
furunálafreyðibað.
En ekki fara eitthvað að dúlla þér þar,
þú veist mér leiðist það
- þá kemst ég aldrei að.

Sæktu sloppana, ég skal poppa
það er kósíkvöld í kvöld
- vídeó, rauðvín og ostar.
Sötrum rósavín, deyfum ljósin
það er kósíkvöld í kvöld
- rólegheit, hvað sem það kostar.

Algert óhóf, spennulosun og spilling blind.
Sparistellið, franskar vöfflur – og hryllingsmynd.
Mér áskotnuðust vindlar, við skulum púa þá.
Ég væri til í pottinn, nennirðu að skrúfa frá?

Meðan við kúrum saman tveir fær enginn
máttur skilið okkur að.
Æ, viltu auka leti mína og sækja
pínu meira sjokkólað?
- Og eitthvað útí það?

Svæfðu krakkana, sæktu snakkið
það er kósíkvöld í kvöld
- kavíar, rauðvín og ostar.
Sæktu flísteppið og rjómaísinn
það er kósíkvöld í kvöld
- dejlighed, hvað sem það kostar.

Smelltu límonaði í sódastrímið
það er kósíkvöld í kvöld
- kamparíís, kex og ostar.
Skelltu Donóvan á grammófóninn
það er kósíkvöld í kvöld
- kærlighed, hvað sem það kostar.

Fáðu þér vinur minn, dass af gini
það er kósíkvöld í kvöld
- smávindlar, trúnó og ostar.

 

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins


mbl.is Sektaðir fyrir að keyra of hægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ótrúlega margt sem truflar fólk

horse

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Saddam óttaðist kynsjúkdóma mest af öllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband