Staðið við gluggann...

...þegar þruma brast á úr heiðskíru lofti. Sumarið breyttist í vetur eitt augnablik, en það gerði ekkert til því maðurinn er aldrei alveg einn. Aldrei alveg.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Styttist í 100.000

Þó ég sé nú ekki meðal þeirra allra vinsælustu styttist í að hundraðþúsundasti gesturinn kíki í kaffi. Nú sýnir teljarinn 86096 .. þannig að ef ég verð duglegur að blogga og þið dugleg að kíkja við gæti 100.000 gesturinn verið hér í byrjun júní.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Ljóð dagsins

Tár í tómið
Lag: Tom Paxton. Ljóð: Jónas Friðrik


Bárur þér fleygja um bölsins haf
brotið hvert skip sem þér lífið gaf.
Uns eiturbylgjan við auðnaland
að endingu grefur þitt lík í sand.

Við áttum drauma um ást og trú
en eitthvað brast og þú reikar nú
um villustræti í voðans borg
það er verra en dauðinn og þyngra en sorg.

Og öll mín tár – til einskis þau í tómið renna,
mín ör og sár – til einskis svíða þau og brenna.
:,:En verst er þó að vita ei hverju er um að kenna:,:

Þú grætur oft en ég get svo fátt
ég gaf þér allt það var samt of smátt.
Eitrið þig bindur í báða skó
og blóð þitt hrópar – fær aldrei nóg.

Þeir hirða þig stundum og hringja í mig
og heimta að ég komi að sækja þig
þú ert örvita af kvölum og allt þitt þor
þín orka og líf fer í þessi spor.

Og öll mín tár….

Á sjúkrahús fórst og er send varst heim
þeir sögðu þig fríska, við trúðum þeim.
Þí hlóst og söngst, en þú hlærð ei meir,
það hryggir ei neitt eins og von sem deyr.

Bárur þér fleygja um bölsins haf
brotið hvert skip sem þér lífið gaf.
Uns eiturbylgjan við auðnaland
að endingu grefur þitt lík í sand.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Engin kennsla á unglingastigi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju með daginn Heiðdís mín Harpa

 

HHMiblomum

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Mér finnst...

...þetta vera ein af þeim fréttum sem óþarfi er að hægt sé að blogga um.

Drottinn blessi gömlu konuna sem lést, og hjálpi hinum við að ná bata.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Lést af völdum brunasára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband