Mikið væri gaman...

..ef stjórnvöld um víða veröld notuðu jafnmikla orku og notuð er við öryggisgæslu um þennan kyndil, til að mótmæla mannréttindabrotum kínverskra stjórnvalda í Tíbet.
mbl.is Kyndilhlaupi lokið án áfalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myglusveppurinn

Í Rödd Alþýðunnar fyrir tæpum hálfum mánuði heyrðum við í henni Bylgju Hafþórsdóttur sem sagði sögu sína af vágestinum sem eyddi húsinu hennar, myglusveppinum. Hún var ótrúlega æðrulaus þrátt fyrir að enginn virtist geta eða vilja hlaupa undir bagga, hvort sem um var að ræða tryggingafélag þeirra, viðlagasjóð, bjargráðasjóð, fyrri eigandi. Allstaðar hafa mætt þeim lokaðar dyr. Nú er komið að okkur, íslendingar hafa hlaupið undir bagga með fólki sem hefur misst allt sitt áður, og því miður er það þannig, eins og hún Sylgja Dögg frá Hús og heilsu sagði, þetta getur gerst hvar sem er. Myglusveppurinn laumast inn til okkar án þess að við verðum vör við það meira að segja, unir sér best í raka og er ekki svo auðveldur viðureignar þegar hann hefur skotið rótum.

Ég birti hér aftur reikningsnúmerið vegna söfnunarinnar fyrir Bylgju og fjölskyldu:

Reikningsnúmer 1102-15-9217, kt. 241064-5149.


Úr tengslum við raunveruleikann

Ég efast ekki um að margir stjórnmálamenn og embættismenn séu hið vænsta fólk og velviljað. Það sem gerist þó hjá mörgum, eftir nokkurn tíma á valdastóli er að tengslin við það sem kalla má venjulegt líf hverfa. Þetta fólk hefur fínar, öruggar tekjur, býr yfirleitt bara nokkuð vel, sumt meira að segja á kostnað skattborgaranna. Það ferðast um í bifreiðum af dýrara taginu með leðursætum og skyggðum rúðum, stundum með einkabílstjóra. Þegar það er ekki að ferðast með einkaþotum milli landa er setið á Saga class og gistingin er ekki tveggja stjörnu gistiheimili heldur vönduðustu og dýrustu hótel eða híbýli þjóðhöfðingja.

Í utanlandsferðum fær það lögbundna dagpeninga sem þýðir að sjaldan þarf að taka upp eigið veski til að kaupa það sem hugurinn girnist. Gestgjafarnir eru sömuleiðis vel haldnir, ýmist valdamenn eða auðjöfrar sem bjóða upp á kampavín og kavíar í öll mál. Þetta þýðir bara það að nánustu tengslin við almúgann verða ofan af svölum konungshalla eða útum bílglugga. Og hugsanlega má grilla í einhverja vesalinga í flughöfnum, en þá samt í talsverðum fjarska.

Ég hef aldrei séð háttsettan valdamann í Bónus eða fyrir framan Bæjarins Beztu. Ég hef heldur aldrei séð neinn úr þeirra röðum í Outlet búðinni í Faxafeni og á útsölu hjá Heklu. Eiginlega hef ég engan séð sem hefur mikil völd eða á mikla peninga nema úr fjarska.

Ég held að fólkið í landinu sé farið að þrá alþýðuhetju sem stendur með því á ögurstundum eins og núna ganga yfir, en ekki einhverja pótintáta sem halda því fram að það sé eiginlega bara allt í lagi, bara smá niðursveifla. Þó allt sé raunverulega á hverfanda hveli. Það sem nú hefur verið að gerast virðist nefnilega ekki snerta núverandi valdhafa neitt. Þeir eru komnir svo óralangt frá fólkinu sínu.

Svei attan.


mbl.is Forsetahjónin við vígslu óperuhússins í Ósló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rosalega er gott...

...að Mæja skuli vera orðin dani.


mbl.is Marie Jóakims verður Dani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki drepa mig!

Fréttir voru að berast af því að fimmtug kona hefði í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag verið dæmd í 4 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa á síðasta ári haft í vörslu sinni í tæpt hálft kíló af hassi og 35 grömm af amfetamíni.

Konan viðurkenndi að hafa ætlað að selja fíkniefnin.

Hún hefur aldrei gerst brotleg við lög og slapp því með vægan dóm miðað við magn efnanna sem hún var tekin með.

Þau voru þó öll gerð upptæk sem og þrjú hundruð þúsund krónur í reiðufé sem fannst á heimili konunnar þegar hún var tekin.

Hvaða skilaboð sendir þetta fólki? Ég held að fimmtug manneskja viti fullvel hvaða áhrif sala eiturlyfja hefur á börnin okkar, það hefði að mínu viti átt að dæma hana til miklu þyngri refsingar og henda lyklinum. Refsingin þess sem fellur í pytt eiturlyfjanna er margfalt þyngri og skelfilegri en þessi kona fékk. 

Kalliði mig vondan og snúið upp á eyrun á mér!


Frábær hugmynd...

...til hamingju tónlistarmenn. Finnst eins og ég hafi heyrt Sverri Stormsker vera að þusa um nauðsyn þess að stofna svona styrktarsjóð ...
mbl.is Minningarsjóður stofnaður um Vilhjálm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinir Tíbets

Birgitta-JonsdottirBirgitta Jónsdóttir skáldkona og formaður félagsins Vina Tíbets verður í síðdegisviðtalinu í dag á Útvarpi Sögu. Ég ætla að fá hana til að fræða mig um Tíbet og hvað er að gerast þar. Um ítök Kínverja í landinu og um hvað mótmælin gegn ferð Ólympíueldsins um heimsbyggðina snúast.

Ég veit að þetta verður áhrifamikið og áhugavert viðtal og hvet fólk til að hlusta í dag milli kl. 16 og 17.


Ljóð dagsins

SprengjuhöllinVerum í sambandi

Þétt mér við hlið, situr Heiða en við
Höfum ei meira að segja
Nú við höfum þann sið, að við sitjum í bið
Yfir sorgum er best að þegja.

Það var ekki neitt eitt, sem að öllu fékk breytt
Ekkert sem hægt er að telja
Þykir mér það víst leitt, en allt sem ég get veitt
Er víst til að hana kvelja

Og nú fall’af trjánum blöð, og þau föla mynda tröð
Sem ég feta svo burt frá þér
Það er aftur komið haust, þó ennþá blási vindar laust – og þú
ert ekki lengur hér.

Þú veist hvað ég vil - ef þú vilt finna yl
Vertu þá ekki að hringja
Því ég á ekkert til, og ég ekkert nú skil
Og við ei skulum sporin mín þyngja.
Heiða var mér flóð og fjara

Við fegurst vorum meðal para
En hún var lyginn, sönn og köld og hlý
Já hún var mér allt, og engin orð eru nógu dýr…

Þó er eitt sem er vel, og það aldrei ég fel
Og enginn því frá mér stelur
Ég á frjálst hugarþel og þar minningu el
Og ákveðin stúlka þar dvelur

Og nú fall’af trjánum blöð, og þau föla mynda tröð
Sem ég feta svo burt frá þér
Það er aftur komið haust, þó ennþá blási vindar laust – og
enn geng ég burt frá þér
Og þó þú sért ei lengur mín, og engin ábyrgð sé víst þín, þá
er ég að tapa mér!

Ísland hæst í heimi

Veit ekki hvort og hvernig ég get bloggað mikið á næstunni því ég er kominn með svo hrikalega vaxtaverki.
mbl.is Fjallað um stöðu íslensku lífeyrissjóðanna í WSJ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband