Erfiður dagur
1.4.2008 | 22:54
Það er búið að fara verulega illa með mig í dag. Ég hóf daginn á því að reyna að hala niður ókeypis kvikmyndum af mbl.is en það gekk ekkert og nú veit ég ástæðuna fyrir því. Þegar ég gafst upp á að láta þetta virka ákvað ég að skunda í miðbæinn og sjá hvernig gengi að sturta mölinni fyrir framan Alþingishúsið. Þegar ég sá enga malarflutningabíla ákvað ég að leita frekar að Bob Dylan. Ég rakst á einn náunga sem mér fannst líkjast honum og stillti mér upp fyrir framan hann þar sem hann sat á bekk fyrir framan kaffi París. Þegar hann virtist ekkert ætla að fara að spila og syngja, mælti ég til hans á móðurmáli hans og spurði hvenær hann ætlaði að hefja upp raust sína, svaraði hann "Markús minn láttu ekki svona, manstu ekki eftir mér? Við vorum saman í bekk í Austurbæjarskólanum? Áttu erfitt þessa dagana, vinur, tylltu þér og leyfðu mér að fræða þig um kosmíska blöndun við geimverurnar sem búa í Snæfellsjökli.... " Ég forðaði mér og ákvað að hætta að leita að Dylan. Enda hef ég aldrei verið neinn sérstakur aðdáandi kallsins, þannig séð. Það var líka orðið kalt í miðbænum svo að ég brunaði sem leið lá upp í Kringlu því þar átti Björn Ingi einmitt að vera að árita nýja bók, ég neita því ekki að ég hlakkaði mjög til að lesa uppljóstranir hans um REI málið og fleira, það er virkilega gott efni í útvarp líka. Ég hugsaði mér nú aldeilis gott til glóðarinnar yfir því að geta kannski platað hann í viðtal hjá mér. Þegar ekkert bólaði á Birni mundi ég allt í einu að hann átti líka að taka við ritstjórastólnum hjá Sólarhringnum og þó Bingi sé fjölhæfur getur hann varla verið á tveimur stöðum í einu. Ég varð að sætta mig við það. Endalaus vonbrigði hjá mér þennan daginn.
Ég heyrði eitthvað fólk pískra um að Nick Cave væri nú ekkert þarna. Eins og hann sé daglegur gestur í Kringlunni? Meira hvað fólk getur verið miklir kjánar.
Þarna urðu þó aðrir fagnaðarfundir. Ég hitti gamlan skólabróður, mann sem í gamla daga deildi með mér gríðarlegum áhuga á fornminjum og spennandi leiðöngrum til Suður-Ameríku og Egyptalands. Vegna þess að við fórum aldrei á þær töfraslóðir, nema í huganum gladdist ég rosalega yfir þeim tíðindum sem hann færði mér. Hann sagði mér að það hefði fundist gömul sprengjugeymsla í Öskjuhlíðinni og við vorum sammála um að hana yrðum við að berja augum undir frábærri leiðsögn viskubrunnsins Þórs Whitehead. Á leiðinni í Öskjuhlíð urðum við auðvitað að renna við á bensínstöðinni sem bauð upp á dropann á spottprís, en af einhverri ástæðu hafði gleymst að lækka verðið sem olli því að ég neyddist til að borga himinháan reikning. Undarlegt. Ég eyddi of löngum tíma í að skamma afgreiðslumanninn og það tafði för okkar greinilega um of því Þór Whitehead var hvergi sjáanlegur í Öskjuhlíð en við hittum þar miðaldra mann,kominn í sömu erindagjörðum og við. Hann var greinilega leiður yfir að hafa ekki hitt á Þór við upphaf ferðarinnar að sprengjugeymslunni fornu, en hann hafði aðrar gleðifréttir handa okkur því hann hafði frétt af því að forn grafreitur hefði fundist í Vatnsmýrinni og áttu nemendur í fornleifafræði við HÍ að sýna vegfarendum hann í dag. Við buðum manninum far og hófum leitina að fornminjunum í mýrinni. Þær fundum við ekki frekar en annað þennan skrýtna dag.
Það eina sem við rákumst á var tannlæknastúdent sem vafraði um, einn þarna í mýrinni. Þegar við tókum hann tali hafði hann á orði að Vatnsmýrin væri nú það stór að við finndum sennilega aldrei staðsetningu þessa forna grafreits. Síðan blikkaði hann okkur skelmislega og sagði að við ættum nú kannski frekar að kíkja í Vesturbæjarlaugina því þar ætluðu femínistakonur að vera berbrjósta í mótmælahug. Við félagarnir fjórir ákváðum að kíkja á þessa skemmtilegu uppákomu en vorum jafnóheppnir og fyrr. Sennilega voru femínistakonurnar nýfarnar því þeir einu sem voru í lauginni var stór hópur af miðaldra karlmönnum og unglingsstrákum sem hver og einn leit ráðvilltur í allar áttir eins og þeir hefðu týnt einhverju.
Þegar við komum hálffúlir út í bíl aftur rifjaðist allt í einu upp fyrir mér að einhver forláta snekkja hefði átt að vera til sýnis við hlið Viðeyjarferjunnar, og ekki nóg með það heldur átti Al Gore að vera um borð og jafnvel hópur hernaðarandstæðinga á bryggjunni að mótmæla. Ég hef alltaf haft áhuga á snekkjum og þessa langaði mig að sjá. Ferðafélagarnir voru orðnir frekar pirraðir og báðu um að fá að yfirgefa bílinn í Skútuvoginum því þar væri Vodafone að bjóða I-phone á fínu verði. Ég á ljómandi fínan síma þannig að ég dreif mig bara niður að snekkjunni og kvaddi þá með virktum. En Al Gore hafði greinilega siglt í burtu og það eina sem ég sá var Viðeyjarferjan. Hún er reyndar voða fín en þær myndir sem ég hafði séð af snekkjunni bentu til þess að hún væri jafnvel fínni en Viðeyjarferja. Þetta voru voðaleg vonbrigði ofan á allt annað sem ég hafði misst af í dag. Ég varð að finna upp á einhverju skemmtilegu til dagurinn yrði nú ekki alveg ónýtur.
Ég var að koma heim eftir fýluferð að Garðskaga - þar var ekkert draugaskip. Hvers konar dagur er þetta eiginlega? Ég vona að 2. apríl verði skárri.
![]() |
Varstu gabbaður í dag? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt 2.4.2008 kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ljóð dagsins
1.4.2008 | 19:40
april fools day - jellyfish
april first brings its toll
this is the day
she did not tell the joke
the one day she wished she was joking all along
came to be the day where she said that she knew you were gone
washed away.. mrs. adamases. riggitory screwed it up and came
into the world of plush. ruined utopian dreams surviving on your
exgirlfriend's only desire---which was you.
all she wanted was you.
april fools day rolled in,
you were blown away by the dreadful summer wind.
torn to bits and crashed inside.
so was her heart with that burning desire...which was you.
(you were obsessed
with things out of reach
give it up. you once had the best love)
she will want you forever...oh...yes..she will.
you will not care for her and
she will cry
and try to die..
save her...
You are a plane
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Brandari - þýddur af maskínu af ensku yfir á íslensku
1.4.2008 | 19:36
A day an any went she and bought that one stuff which she needed to the hunts.
She found oneself coign of vantage and began.
Suddenly heard she voice say:
,Þa is no fish in vatninu. the blonde looked around oneself but saw no and held it forward to hunt.
Again sounded yclept:
,Þa is no fish in vatninu. for the nonce asked the blonde:
A,,Hver talar? then was answered:
,Þettur is a manager skautahallarinnar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Iss þetta er nú ekkert...
1.4.2008 | 19:24
![]() |
Í mál vegna draugagangs í glæsivillu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kartöflur
1.4.2008 | 13:48
Það eru margir á Íslandi sem hafa það verulega slæmt, það fólk þarf að velta hverri krónu fyrir sér enda eru þær ekki margar í upphafi mánaðar og þeim fækkar mjög hratt. Það má ekki gleyma því að allir eiga sér drauma, vonir og þrár og vilja bara lifa hamingjusömu lífi með sínum nánustu. Það er skömm að því að sum okkar geti ekki átt til hnífs og skeiðar en sem betur fer er til fólk sem reynir að létta öðrum lífið. Þar á meðal er Fjölskylduhjálp Íslands.
Ég ætla að vekja athygli á því að Fjölskylduhjálp Íslands þarf nauðsynlega að kaupa kartöflur, er einhver sem vill selja þeim kartöflur á fínu verði? Ef svo er viðkomandi vinsamlegast beðinn að hringja í síma 892-9603.
![]() |
Búist við mörgum á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nú fer allt til ...
1.4.2008 | 13:15
... æ sjáum bara hvað setur.
Gengi íslensku krónunnar er ákvarðað á gjaldeyrismarkaði sem er opinn á milli kl. 9:15 og 16:00 hvern virkan dag. Einu sinni á dag skráir Seðlabanki Íslands opinbert viðmiðunargengi krónunnar gagnvart ofangreindum erlendum myntum til viðmiðunar í opinberum samningum, dómsmálum og öðrum samningum milli aðila þegar önnur gengisviðmiðun er ekki sérstaklega tiltekin, sbr. 19. gr. laga nr. 36/2001um Seðlabankann, og um leið er skráð opinber gengisskráningarvísitala. Þetta er gert á milli kl. 10:45 og 11:00 á hverjum morgni sem skipulegir gjaldeyrismarkaðir eru almennt starfandi. Þegar sérstaklega stendur á getur Seðlabankinn tímabundið fellt niður skráningu á gengi krónunnar.
![]() |
Lánshæfi bankanna endurskoðað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |