Eitt af þessum andlitum
26.3.2008 | 19:15
Richard Widmark var einn af þessum leikurum sem setti sterkt mark þær myndir sem maður sá hann í. Ég held hann hafi aldrei verið kvikmyndastjarna í þess orðs fyllstu merkingu en hann var nokkuð góður leikari. Kannski bara mjög góður leikari.
Richard Widmark fæddist á jólum árið 1914, árið sem fyrri heimstyrjöldin hófst. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þá og veröldin breyst mikið. Hann hóf feril sinn í útvarpi árið 1938, árið áður en seinni heimstyrjöldin hófst, þar sem hann þurfti ekki að gegna herþjónustu af heilsufarsástæðum. Fyrsta kvikmyndahlutverk Widmarks var í Kiss of Death frá 1947 þar sem hann lék illyrmislegan glæpamann og fékk tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir vikið og verðlaun sem besti nýliðinn á Golden Globe verðlaununum.
Richard Widmark kvæntist fyrri konu sinni árið 1942 og þau voru afar óvenjuleg leikarahjón því þau áttu saman tæp 55 ár, þar til hún lést árið 1997. Síðari eiginkona Widmarks lifir mann sinn, en þau gengu í hjónaband árið 1999.
Síðasta kvikmynd Richard Widmarks var True Colours frá 1991 þar sem hann lék á móti John Cusack og James Spader. Meðal þekktustu mynda sem hann lék í á síðari hluta ferilsins voru Against all odds frá 1984, gamanmyndin Hanky Panky frá 1982 og Coma frá 1978.
Það má búast við að 93 ára hafi Richard Widmark kvatt þennan heim saddur lífdaga, og við sem höfum notið hans á hvíta tjaldinu og á sjónvarpsskjánum þökkum honum samfylgdina.
![]() |
Richard Widmark látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Örlítil speki á engilsaxnesku
26.3.2008 | 13:08
Misjafnt er manna lánið
26.3.2008 | 12:56

![]() |
Búa í gámi í miðborginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Í tilefni nýliðinna páska
26.3.2008 | 11:03
Karlinn og sínöldrandi eiginkona hans, fóru í ferð til Jerusalem.
Þar andaðist eiginkonan. Útfararstjórinn bauð karlinum tvo kosti:
Það kostar 350.000 kr að senda hana heim og þá er athöfnin eftir,
en við getum grafið hana hér í Landinu helga fyrir 10.000 kr.
Karlinn velti þessu svolítið fyrir sér og sagðist svo vilja senda hana heim.
Af hverju ættir þú að sóa 350 þúsundum til þess að senda konuna heim.
Það væri bara indælt að henni væri búinn legstaður hér, auk þess sem
það kostar ekki nema 10 þúsund krónur.
Sá gamli svaraði:
"Fyrir löngu síðan lést hér maður, hann var grafinn hér,
en á þriðja degi þá reis hann upp frá dauðum.
Ég get bara ekki tekið þá áhættu."
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hillbilly?
26.3.2008 | 10:27
Faðir Dunlaps segist hafa séð niðurstöður heilasneiðmynda sem teknar voru af Dunlap, og þar hefði ekki sést nein virkni og ekkert blóðstreymi. Þarf að segja meir?
![]() |
Maður sem lýstur var látinn segist nokkuð hress |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)