Ég heiti Markús og ég er Eurovision nörd
13.3.2008 | 15:18
Já, ég viðurkenni það fúslega. Ég er yfirlýstur Eurovision nörd. Af einhverri dularfullri ástæðu fíla ég þessa ofur hallærislegu keppni alveg í tætlur. Hér í gamla daga (æm óld) var gaman að fylgjast með þeim mikla metnaði sem oft lá að baki framlaga þjóðanna en ég sakna þó svona yfirmáta hallærislegra keppnismyndbanda sem voru eins og kynningarmyndband frá ferðamálaráði viðkomandi lands - nú um stundir er bara boðið upp á uppstoppaða kalkúna á sviði eða eista (þjóðina en ekki líffærið) í sjóræningjabúningum og alvaran og keppnisskapið hefur að eins vikið. Eða hvað?
Frá upphafi var mikið lagt í keppnina af hálfu þeirra þjóða sem tóku þátt. Hljómsveitir sem ætluðu að meika það reyndu hvað þær gátu að taka þátt í Eurovision. Meira að segja fólk eins og Cliff Richard, Olivia Newton-John, Lulu og Julio Iglesias sýndu hvað í þeim bjó með þátttöku í Eurovision. Abba gerði tvær atrennur að keppninni, sem var sannarlega stökkpallur fyrir tónlistarmenn í tónlistarheiminn. Svo breyttist eiginlega allt eins og hendi væri veifað þegar MTV varð til, snemma á níunda áratugnum. Þá varð til grundvöllur fyrir flytjendur að koma tónlist sinni á framfæri með nýjum og öflugum hætti. Um tíma voru menn meira að segja að velta því fyrir sér í alvöru að leggja keppnina af. Árið 1997 breyttist svo allt aftur. Það má segja að símakosningin, þeas bein þátttaka áhorfenda heima í stofu hafi blásið nýju lífi í Eurovision. Til gamans má segja frá því að Páll Óskar fékk enga náð fyrir augum hinna hefðbundnu dómnefnda en halaði inn haug af stigum í símakosningunni.
Keppnin er alltaf að þróast, eins og núna eru tvær undankeppnir því það eru bara 5 þjóðir öruggar á úrslitakvöldinu, Bretland, Frakkland, Þýskaland og Spánn ásamt sigurvegara síðasta árs Serbíu. Tíu þjóðir komast áfram úr hvorri undankeppni og þeim hefur verið stillt upp þannig að minni hætta verði á nágranna og vinaþjóðakosningu en verið hefur. Ísland keppir á seinna undanúrslitakvöldinu 22. maí og mætir þar m.a. Danmörku, Hvíta-Rússlandi, Tyrklandi og Albaníu. Aserbadjsan og San Marino eru að taka þátt í fyrsta skipti í ár og keppa á fyrra kvöldinu. Við skulum vona að þetta nýja fyrirkomulag blási nýju lífi í keppnina, ekki veitir af, eftir allt umtalið um svindl og svínarí í atkvæðagreiðslum.
Verst er að hinn bráðskemmtilegi norræni spekingaþáttur verður sennilega ekki á dagskrá þetta vorið. Þar var alltaf hægt að ganga að áhugaverður nördapælingum vísum. En vonandi snýst mönnum hugur og hætta við að hætta við að hætta....
![]() |
Evróvisjónáhugi sem aldrei fyrr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ljóð dagsins
13.3.2008 | 12:28
We skipped the light fandango
Turned cartwheels cross the floor
I was feeling kinda seasick
But the crowd called out for more
The room was humming harder
As the ceiling flew away
When we called out for another drink
The waiter brought a tray
And so it was that later
As the miller told his tale
That her face, at first just ghostly,
Turned a whiter shade of pale
She said, there is no reason
And the truth is plain to see.
But I wandered through my playing cards
And would not let her be
One of sixteen vestal virgins
Who were leaving for the coast
And although my eyes were open
They might have just as well've been closed
She said, Im home on shore leave,
Though in truth we were at sea
So I took her by the looking glass
And forced her to agree
Saying, you must be the mermaid
Who took neptune for a ride.
But she smiled at me so sadly
That my anger straightway died
If music be the food of love
Then laughter is its queen
And likewise if behind is in front
Then dirt in truth is clean
My mouth by then like cardboard
Seemed to slip straight through my head
So we crash-dived straightway quickly
And attacked the ocean bed
Ljóð | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)